„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 11:32 Hilmar Smári Henningsson var Just Wingin' it maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag. Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Sjá meira
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti