Erlent

Árangur í við­ræðum Bret­lands við Evrópu­sam­bandið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands heldur blaðamannafund síðar í dag um málið.
Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands heldur blaðamannafund síðar í dag um málið. Vísir/EPA

Árangur náðist í viðræðum Evrópusambandsins og Bretlands í nótt en samningnefndir þeirra hafa setið við og reynt að ná samkomulagi um hvernig samskiptum Breta við ESB verði háttað til framtíðar.

Keir Starmer forsætisráðherra Breta tekur svo á móti leiðtogum Evrópusambandsins á fundi síðar í dag og þá verður blaðamannafundur þar sem skýrt verður nánar frá samkomulaginu sem sagt er vera í höfn. Ætlunin er að endurstilla samskipti ESB og Breta eftir Brexit, þegar Bretland sagði sig úr sambandinu. 

Samningaviðræður hafa staðið síðustu mánuði og þar til í nótt voru nokkrir ásteitingasteinar enn í veginum. Helsta ágreiningsefnið mun hafa verið fiskveiðar en því máli var landað seint í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×