Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2025 22:59 Shane Lowry var reiður í dag. Getty/Warren Little Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni. Lowry virtist vera að koma sér í fínt færi á fugli á áttundu brautinni en boltinn hans lenti hins vegar ofan í holu eftir annan bolta og því erfitt að slá hann. Lowry fór fram á að mega taka boltann upp og láta hann falla, samkvæmt reglum um sokkinn bolta, en var meinað um það og brást ókvæða við. Hann sýndi Quail Hollow vellinum fokkmerkið og eftir höggið sitt sló hann aftur af krafti í grasið til að skemma völlinn. 🚨🏌️😠 #WATCH — Shane Lowry is PISSED after he was not given relief for an embedded ball. Should he have got relief? pic.twitter.com/S3DGQOsshi— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Hann endaði á að fá skolla á holunni og það virðist ætla að kosta Lowry það að hann endi einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna og verði því ekki meira með um helgina. Shane Lowry is not a happy man 😖🏌️ pic.twitter.com/NYwOUjRTPU— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Lowry lék hringinn í dag samtals á pari en hann fékk þrjá skolla og þrjá fugla. Hann lék á +2 höggum í gær og er þegar þetta er skrifað í 75. sæti ásamt fleiri kylfingum en niðurskurðarlínan er í +1. Vegas enn efstur Ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag en efstur er Venesúelabúinn Jhonattan Vegas sem átti svo magnaðan hring í gær, þegar hann lék á -7 höggum, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er því samtals á -8. Staðan á mótinu Næstir á eftir, þegar þetta er skrifað, eru Matthieu Pavon, Matt Fitzpatrick og Si Woo Kim á -6 höggum en Kim á tvær holur eftir. Rory McIlroy er kominn upp í 38. sæti á -4 höggum í dag, og samtals -1 höggi, en á tvær holur eftir í dag. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending á morgun, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Lowry virtist vera að koma sér í fínt færi á fugli á áttundu brautinni en boltinn hans lenti hins vegar ofan í holu eftir annan bolta og því erfitt að slá hann. Lowry fór fram á að mega taka boltann upp og láta hann falla, samkvæmt reglum um sokkinn bolta, en var meinað um það og brást ókvæða við. Hann sýndi Quail Hollow vellinum fokkmerkið og eftir höggið sitt sló hann aftur af krafti í grasið til að skemma völlinn. 🚨🏌️😠 #WATCH — Shane Lowry is PISSED after he was not given relief for an embedded ball. Should he have got relief? pic.twitter.com/S3DGQOsshi— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Hann endaði á að fá skolla á holunni og það virðist ætla að kosta Lowry það að hann endi einu höggi fyrir neðan niðurskurðarlínuna og verði því ekki meira með um helgina. Shane Lowry is not a happy man 😖🏌️ pic.twitter.com/NYwOUjRTPU— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) May 16, 2025 Lowry lék hringinn í dag samtals á pari en hann fékk þrjá skolla og þrjá fugla. Hann lék á +2 höggum í gær og er þegar þetta er skrifað í 75. sæti ásamt fleiri kylfingum en niðurskurðarlínan er í +1. Vegas enn efstur Ekki hafa allir kylfingar lokið leik í dag en efstur er Venesúelabúinn Jhonattan Vegas sem átti svo magnaðan hring í gær, þegar hann lék á -7 höggum, en hann lék hringinn í dag á einu höggi undir pari og er því samtals á -8. Staðan á mótinu Næstir á eftir, þegar þetta er skrifað, eru Matthieu Pavon, Matt Fitzpatrick og Si Woo Kim á -6 höggum en Kim á tvær holur eftir. Rory McIlroy er kominn upp í 38. sæti á -4 höggum í dag, og samtals -1 höggi, en á tvær holur eftir í dag. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending á morgun, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira