Rosalegur ráshópur McIlroy Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2025 13:01 Það var langþráð þegar McIlroy gat loks klæðst græna jakkanum eftir sigur á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Scottie Scheffler, sem hafði unnið mótið árinu áður, klæddi þann norður-írska í jakkann en þeir munu spila saman á fyrstu tveimur hringum PGA-meistaramótsins sem hefst á morgun. Michael Reaves/Getty Images PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun og mun gera það með látum. Skipuleggjendur mótsins hafa stillt svakalegri þrennu saman upp í ráshóp. Rory McIlroy, nýkrýndur sigurvegari á Masters-mótinu, mun vera í ráshópi með efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler, og ríkjandi PGA-meistara, Xander Schauffele. Þessir þrír munu því spila saman fyrstu tvo hringi mótsins á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu. McIlroy vonast til að vinna annað risamótið í upphafi árs en síðastur til að vinna fyrstu tvö risamót ársins var Jordan Spieth árið 2015, sem vann þá Masters og US Open. Spieth á hins vegar eftir að vinna PGA-meistaramótið á sínum ferli. Hann vonast til að fagna sigri um helgina og feta þannig í fótspor McIlroy til að klára alslemmuna; að vinna öll risamótin fjögur á ferlinum. McIlroy kláraði alslemmuna með sigri sínum á Masters-mótinu á dögunum. Þessi þrenna, McIlroy, Scheffler og Schauffele munu ræsa klukkan 8:22 að staðartíma, klukkan 12:22 að íslenskum tíma. Það er skömmu eftir að bein útsending frá mótinu hefst á Vodafone Sport. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy, nýkrýndur sigurvegari á Masters-mótinu, mun vera í ráshópi með efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler, og ríkjandi PGA-meistara, Xander Schauffele. Þessir þrír munu því spila saman fyrstu tvo hringi mótsins á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu. McIlroy vonast til að vinna annað risamótið í upphafi árs en síðastur til að vinna fyrstu tvö risamót ársins var Jordan Spieth árið 2015, sem vann þá Masters og US Open. Spieth á hins vegar eftir að vinna PGA-meistaramótið á sínum ferli. Hann vonast til að fagna sigri um helgina og feta þannig í fótspor McIlroy til að klára alslemmuna; að vinna öll risamótin fjögur á ferlinum. McIlroy kláraði alslemmuna með sigri sínum á Masters-mótinu á dögunum. Þessi þrenna, McIlroy, Scheffler og Schauffele munu ræsa klukkan 8:22 að staðartíma, klukkan 12:22 að íslenskum tíma. Það er skömmu eftir að bein útsending frá mótinu hefst á Vodafone Sport. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira