Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 15:50 Lögregluþjónar og hermenn að störfum í Veracruz-ríki í Mexíkó. AP/Victoria Razo)- Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði. Yesenia Lara Gutiérrez og fjórir aðrir sem voru með henni, þar á meðal dóttir hennar, voru skotin til bana á samstöðufundi í Texistepec. Þrír til viðbótar særðust í árásinni, sem var fönguð í beinni útsendingu á Facebooksíðu Gutiérrez. Gutiérrez var á göngu um götur Texistepec að hitta og ræða við íbúa þegar skothríðin hófst. Um tuttugu skotum var hleypt var hleypt af, samkvæmt frétt CNN. Þessi árás var gerð í kjölfar þess að Germán Anuar Valencia, sem tilheyrir einnig Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, var skotinn til bana á fyrstu degi kosningabaráttunnar þann 29. apríl. Hann var skotinn á kosningamiðstöð sinni í Coxquihui, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kosningabaráttur geta verið mjög blóðugar í Mexíkó en síðasta sumar voru tugir frambjóðanda í landinu myrtir. Frambjóðendur og stjórnmálamenn eru þó vinsæl skotmörk glæpamanna, hvort sem það er í kosningabaráttu eða ekki. Glæpamenn skutu til að mynda Benito Aguas, þingmann, til bana í Veracruz í desember. Þá var nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo í Guerrero-ríkis afhöfðaður í október. Rocío Nahle, ríkisstjóri Veracruz, sagði á blaðamannafundi í gær að gengið yrði úr skugga um að öryggi vegna kosninganna yrði tryggt. Þá hefur hún heitið því að morðingja Gutiéerrez muni finnast og að þeim verði refsað. „Ekkert embætti er lífsins virði,“ skrifaði Nahle í færslu á X, eins og hún sagði á blaðamannafundinum. Þar kom fram að að minnsta kosti 57 frambjóðendur í ríkinu hefðu farið fram á aukna öryggisgæslu vegna kosninganna, sem fara fram þann 1. júní. Ningún cargo o puesto vale la vida de una persona. Vamos a dar con los responsables de este cobarde asesinato a la candidata y simpatizantes de morena en Texistepec; 4 personas fallecidas y 3 heridos. He instruido a la @FGE_Veracruz y a seguridad no parar hasta encontrarlos.— Rocío Nahle (@rocionahle) May 12, 2025 Á minningarathöfn í gær, mánudag, töluðu ættingjar og vinir Gutiérrez um ofbeldið vegna kosninganna og hræðsluna sem það hefur valdið. „Við getum ekki haldið áfram með þetta óöryggi, Við erum þreytt á þessu öllu saman. Þetta eru hryðjuverk,“ sagði einn á athöfninni. „Það eru fimm manneskjur látnar, ekki ein. Við búum við hina verstu hryðjuverkastarfsemi.“ Metár í pólitísku ofbeldi Ofbeldið og morðin má að miklu leyti rekja til umfangsmikilla átaka glæpasamtaka í Mexíkó og baráttu þeirra um yfirráð í landinu. Þegar kemur að pólitísku ofbeldi var met sett í Mexíkó í fyrra, samkvæmt mannréttindasamtökum. Þá var skráð 661 tilfelli árása á fólk eða skemmdarverk sem tengjast stjórnmálum. Í mörgum tilfellum var um að ræða árásir á fólk sem sat annað hvort í embætti á sveitarstjórnarsviðinu eða sóttist eftir því. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26. mars 2025 12:02 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Yesenia Lara Gutiérrez og fjórir aðrir sem voru með henni, þar á meðal dóttir hennar, voru skotin til bana á samstöðufundi í Texistepec. Þrír til viðbótar særðust í árásinni, sem var fönguð í beinni útsendingu á Facebooksíðu Gutiérrez. Gutiérrez var á göngu um götur Texistepec að hitta og ræða við íbúa þegar skothríðin hófst. Um tuttugu skotum var hleypt var hleypt af, samkvæmt frétt CNN. Þessi árás var gerð í kjölfar þess að Germán Anuar Valencia, sem tilheyrir einnig Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta Mexíkó, var skotinn til bana á fyrstu degi kosningabaráttunnar þann 29. apríl. Hann var skotinn á kosningamiðstöð sinni í Coxquihui, samkvæmt AP fréttaveitunni. Kosningabaráttur geta verið mjög blóðugar í Mexíkó en síðasta sumar voru tugir frambjóðanda í landinu myrtir. Frambjóðendur og stjórnmálamenn eru þó vinsæl skotmörk glæpamanna, hvort sem það er í kosningabaráttu eða ekki. Glæpamenn skutu til að mynda Benito Aguas, þingmann, til bana í Veracruz í desember. Þá var nýkjörinn borgarstjóri Chilpancingo í Guerrero-ríkis afhöfðaður í október. Rocío Nahle, ríkisstjóri Veracruz, sagði á blaðamannafundi í gær að gengið yrði úr skugga um að öryggi vegna kosninganna yrði tryggt. Þá hefur hún heitið því að morðingja Gutiéerrez muni finnast og að þeim verði refsað. „Ekkert embætti er lífsins virði,“ skrifaði Nahle í færslu á X, eins og hún sagði á blaðamannafundinum. Þar kom fram að að minnsta kosti 57 frambjóðendur í ríkinu hefðu farið fram á aukna öryggisgæslu vegna kosninganna, sem fara fram þann 1. júní. Ningún cargo o puesto vale la vida de una persona. Vamos a dar con los responsables de este cobarde asesinato a la candidata y simpatizantes de morena en Texistepec; 4 personas fallecidas y 3 heridos. He instruido a la @FGE_Veracruz y a seguridad no parar hasta encontrarlos.— Rocío Nahle (@rocionahle) May 12, 2025 Á minningarathöfn í gær, mánudag, töluðu ættingjar og vinir Gutiérrez um ofbeldið vegna kosninganna og hræðsluna sem það hefur valdið. „Við getum ekki haldið áfram með þetta óöryggi, Við erum þreytt á þessu öllu saman. Þetta eru hryðjuverk,“ sagði einn á athöfninni. „Það eru fimm manneskjur látnar, ekki ein. Við búum við hina verstu hryðjuverkastarfsemi.“ Metár í pólitísku ofbeldi Ofbeldið og morðin má að miklu leyti rekja til umfangsmikilla átaka glæpasamtaka í Mexíkó og baráttu þeirra um yfirráð í landinu. Þegar kemur að pólitísku ofbeldi var met sett í Mexíkó í fyrra, samkvæmt mannréttindasamtökum. Þá var skráð 661 tilfelli árása á fólk eða skemmdarverk sem tengjast stjórnmálum. Í mörgum tilfellum var um að ræða árásir á fólk sem sat annað hvort í embætti á sveitarstjórnarsviðinu eða sóttist eftir því. Glæpamenn í Mexíkó eru margir hverjir mjög vel vopnum búnir. Í mjög einföldu máli sagt hafa glæpagengi þar í landi lengi flutt mikið magn fíkniefna víða um heim og þá sérstaklega til Bandaríkjanna. Frá Bandaríkjunum fá þeir mikið magn peninga fyrir þessi fíkniefni og eru þeir peningar meðal annars notaðir til að kaupa gífurlegt magn skotvopna í Bandaríkjunum og flytja þau til Mexíkó.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55 Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26. mars 2025 12:02 Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, segist hafa hafnað boði Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að senda bandaríska hermenn yfir landamærin til að aðstoða Mexíkó í baráttunni við glæpagengi. Sheinbaum segir fullveldi landsins ekki til sölu. 4. maí 2025 08:55
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02
Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó 26. mars 2025 12:02
Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Staða Sinaloa-glæpasamtakanna í Mexíkó hefur versnað til muna á undanförnum mánuðum vegna blóðugra átaka um stjórn samtakanna víðfrægu. Á sama tíma standa samtökin frammi fyrir auknum þrýstingi frá Bandaríkjunum og yfirvöldum í Mexíkó. 24. febrúar 2025 23:34