„Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá 39 ára gömlum karlmanni: „Ég er í miklum vandræðum þegar kemur að kynlífi. Ég hef nánast aldrei löngun í kynlíf lengur, hvorki sjálfsfróun né með kærustunni. Oftast þegar við stundum kynlíf fæ ég það alltof fljótt. Stundum bara strax og ég set hann inn í hana. Er einhver lausn við þessu? Því mig langar mjög til þess að stunda betra kynlíf með kærustunni minni og skammast mín fyrir það að gefa henni ekki nógu mikla ánægju, kynlífslega séð.“ Það er mjög skiljanlegt að við byrjum að forðast kynlíf þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan í kjölfar þess. Einn algengasti vandinn sem karlmenn og fólk með typpi upplifa í tengslum við fullnægingu er annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát. Það sem þú lýsir fellur undir of brátt sáðlát. Það er algengur vandi að glíma við annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát.Getty Það er þegar sáðlát á sér stað innan við mínútu frá því samfarir hefjast — en það þýðir ekki að það þurfi að taka tímann með skeiðklukku. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Skortur á kynfræðslu í samblandi við klámáhorf hefur leitt til þess að fólk telur gjarnan að samfarir eigi að endast mun lengur en raunhæft er. Sannleikurinn er sá að meðaltími samfara er 5,4 mínútur. Fyrir þau sem endast í fimm mínútur en væru til í að endast í tíu mínútur, þá falla fyrrnefndar fimm mínútur ekki undir of brátt sáðlát. En hægt er að lengja tímann sem þú endist í samförum eða sjálfsfróun óháð því hversu lengi þú endist nú þegar. Þegar við erum með kynlífsvanda er ekki óalgengt að draga sig í hlé, upplifa skömm og forðast nánd og kynlíf. Það er mikilvægt að vinna með þessi viðbrögð. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka. Ræða saman og finna leið saman til að vinna úr vandanum. Of brátt sáðlát þarf ekki að vera endirinn á kynlífinu, hvað finnst makanum þínum gott? Nú er tækifæri til að setja fókus á maka þinn og unað hennar. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka.Getty Hvernig vinnum við með of brátt sáðlát? Start–stop tækni Þetta er ein áhrifaríkasta aðferðin til að lengja tímann sem þú endist. Byrjaðu að æfa þig í sjálfsfróun. Æfðu það að fróa þér þangað til þú ert alveg að fara að fá það og stoppaðu þá, hvíldu þar til þú finnur að dregið hefur úr örvuninni og byrjaðu þá aftur. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Síðan má æfa þetta með maka/leikfélaga. Einnig er hægt að grípa um typpið, ofarlega þar sem kóngurinn mætir restinni af typpinu, á meðan pása er tekin. Með tímanum lærir þú að hægja á þegar þú nálgast fullnæginguna og getur smátt og smátt lengt samfarir. Grindarbotnsæfingar Já, strákar geta líka gert grindarbotnsæfingar! Sterkari grindarbotnsvöðvar gefa meiri stjórn. Byrjaðu á því að finna þá með því að stöðva þvagbunu (en æfðu þig ekki þannig daglega). Þú getur líka æft þig að „lyfta“ typpinu upp og niður fyrir framan spegil. Karlheilsu sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar þekkja vel til grindarbotnsþjálfunar fyrir öll kyn og geta veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn, sem tekur tillit til líkama þíns og markmiða. Kynlíf er miklu meira en bara samfarir Þín fullnæging er ekki endapunktur kynlífs. Taktu samtalið við maka um hvað henni finnst gott og settu fókus á hana þegar þú ert búinn að fá fullnægingu. Ef þú bíður í 15-20 mín er jafnvel hægt að fara aftur í samfarir ef þið hafið áhuga á því. Kynlíf snýst um svo miklu meira en bara fullnægingar og samfarir. Lykillinn að góðu kynlífi er að líða vel. Þegar við leyfum okkur að snúa okkur að hvort öðru — frekar en frá — opnast nýjar leiðir að unaði sem þurfa ekki að fylgja neinu fyrirfram skrifuðu handriti. Gangi þér vel ❤️ Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Það er mjög skiljanlegt að við byrjum að forðast kynlíf þegar við finnum fyrir skömm og vanlíðan í kjölfar þess. Einn algengasti vandinn sem karlmenn og fólk með typpi upplifa í tengslum við fullnægingu er annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát. Það sem þú lýsir fellur undir of brátt sáðlát. Það er algengur vandi að glíma við annað hvort seinkað sáðlát eða of brátt sáðlát.Getty Það er þegar sáðlát á sér stað innan við mínútu frá því samfarir hefjast — en það þýðir ekki að það þurfi að taka tímann með skeiðklukku. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli. Skortur á kynfræðslu í samblandi við klámáhorf hefur leitt til þess að fólk telur gjarnan að samfarir eigi að endast mun lengur en raunhæft er. Sannleikurinn er sá að meðaltími samfara er 5,4 mínútur. Fyrir þau sem endast í fimm mínútur en væru til í að endast í tíu mínútur, þá falla fyrrnefndar fimm mínútur ekki undir of brátt sáðlát. En hægt er að lengja tímann sem þú endist í samförum eða sjálfsfróun óháð því hversu lengi þú endist nú þegar. Þegar við erum með kynlífsvanda er ekki óalgengt að draga sig í hlé, upplifa skömm og forðast nánd og kynlíf. Það er mikilvægt að vinna með þessi viðbrögð. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka. Ræða saman og finna leið saman til að vinna úr vandanum. Of brátt sáðlát þarf ekki að vera endirinn á kynlífinu, hvað finnst makanum þínum gott? Nú er tækifæri til að setja fókus á maka þinn og unað hennar. Frekar en að aftengjast maka, draga sig í hlé og skammast sín þurfum við að æfa okkur í því að snúa okkur að maka.Getty Hvernig vinnum við með of brátt sáðlát? Start–stop tækni Þetta er ein áhrifaríkasta aðferðin til að lengja tímann sem þú endist. Byrjaðu að æfa þig í sjálfsfróun. Æfðu það að fróa þér þangað til þú ert alveg að fara að fá það og stoppaðu þá, hvíldu þar til þú finnur að dregið hefur úr örvuninni og byrjaðu þá aftur. Þetta má endurtaka nokkrum sinnum. Síðan má æfa þetta með maka/leikfélaga. Einnig er hægt að grípa um typpið, ofarlega þar sem kóngurinn mætir restinni af typpinu, á meðan pása er tekin. Með tímanum lærir þú að hægja á þegar þú nálgast fullnæginguna og getur smátt og smátt lengt samfarir. Grindarbotnsæfingar Já, strákar geta líka gert grindarbotnsæfingar! Sterkari grindarbotnsvöðvar gefa meiri stjórn. Byrjaðu á því að finna þá með því að stöðva þvagbunu (en æfðu þig ekki þannig daglega). Þú getur líka æft þig að „lyfta“ typpinu upp og niður fyrir framan spegil. Karlheilsu sjúkraþjálfun Sjúkraþjálfarar þekkja vel til grindarbotnsþjálfunar fyrir öll kyn og geta veitt einstaklingsmiðaða leiðsögn, sem tekur tillit til líkama þíns og markmiða. Kynlíf er miklu meira en bara samfarir Þín fullnæging er ekki endapunktur kynlífs. Taktu samtalið við maka um hvað henni finnst gott og settu fókus á hana þegar þú ert búinn að fá fullnægingu. Ef þú bíður í 15-20 mín er jafnvel hægt að fara aftur í samfarir ef þið hafið áhuga á því. Kynlíf snýst um svo miklu meira en bara fullnægingar og samfarir. Lykillinn að góðu kynlífi er að líða vel. Þegar við leyfum okkur að snúa okkur að hvort öðru — frekar en frá — opnast nýjar leiðir að unaði sem þurfa ekki að fylgja neinu fyrirfram skrifuðu handriti. Gangi þér vel ❤️
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi neðst í pistli.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira