„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2025 07:01 Dominykas Milka, til vinstri, hefur spilað á Íslandi í langan tíma en erlendum leikmönnum hefur fjölgað mikið síðan að hann kom fyrst. Vísir/Anton Brink Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. Grímur er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun sem stjórn KKÍ tók um helgina sem var að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, við Vísi en Grímur er ekki ánægður með niðurstöðuna. Grímur skrifað pistil á Fésbókinni þar sem hann fór yfir sína sýn á útlendingamálin í íslenskum körfubolta. „Á síðasta þingi Körfuknattleikshreyfingarinnar var ályktun um að tveir íslenskir leikmenn þyrftu alltaf að vera inni á vellinum í hvoru liði. Tillaga um einn íslenskan leikmann var hins vegar felld með þorra atkvæða. Stjórn KKÍ ákvað hins vegar að hlusta á minnihlutann og heimila fjóra erlenda leikmenn,“ byrjaði Grímur pistil sinn og hann telur þessa ákvörðun stjórnar KKÍ vera stórundarlega og skaðlega. Hann birti tölur yfir fjölda útlendinga og breytingu á þeim á síðustu sjö árum. „Íslenskum leikmönnum hefur því fækkað í deildunum tveimur um 77 á þessu tímabili. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 60 frá 2018,“ skrifar Grímur. „Það er vandséð hvernig körfuknattleikshreyfingin getur réttlætt það fyrir yngri iðkendum og foreldrum þeirra að þetta sé íslenskum körfubolta fyrir bestu. Opinber stuðningur við hreyfingu, sem borgar meira en milljarð árlega í kostnað vegna erlendra leikmanna, hlýtur að verða endurskoðaður á næstunni,“ skrifar Grímur. Hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta sínum afskiptum af körfunni eftir áratugalangt sjálfboðastarf. „Það verður líka ansi holur hljómur í rökum íþróttahreyfingunni í yfirstandandi skatta viðræðunum við hið opinbera þegar allt rassvasabixið sem þessi rekstur er verður skoðaður. Sjálfboðaliðar hafa um langt árabil komið úr röðum leikmanna, foreldra og annarra aðstandenda leikmanna. Ég er einn þessara sjálfboðaliða og sl. 15 ár hef ég sett ansi marga klukkutíma í starf fyrir félög barnanna minna og mitt eigið. Það stoppar núna hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri sem staðið hafa í þessu sl. ár og áratugi geri slíkt hið sama. Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile, Dinkins, Medina, Okeke, Devos og hinna 130 erlendu leikmannanna sem spiluðu á Íslandi í vetur hljóta að koma sterk inn í hausti,“ skrifar Grímur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Grímur er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun sem stjórn KKÍ tók um helgina sem var að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, við Vísi en Grímur er ekki ánægður með niðurstöðuna. Grímur skrifað pistil á Fésbókinni þar sem hann fór yfir sína sýn á útlendingamálin í íslenskum körfubolta. „Á síðasta þingi Körfuknattleikshreyfingarinnar var ályktun um að tveir íslenskir leikmenn þyrftu alltaf að vera inni á vellinum í hvoru liði. Tillaga um einn íslenskan leikmann var hins vegar felld með þorra atkvæða. Stjórn KKÍ ákvað hins vegar að hlusta á minnihlutann og heimila fjóra erlenda leikmenn,“ byrjaði Grímur pistil sinn og hann telur þessa ákvörðun stjórnar KKÍ vera stórundarlega og skaðlega. Hann birti tölur yfir fjölda útlendinga og breytingu á þeim á síðustu sjö árum. „Íslenskum leikmönnum hefur því fækkað í deildunum tveimur um 77 á þessu tímabili. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 60 frá 2018,“ skrifar Grímur. „Það er vandséð hvernig körfuknattleikshreyfingin getur réttlætt það fyrir yngri iðkendum og foreldrum þeirra að þetta sé íslenskum körfubolta fyrir bestu. Opinber stuðningur við hreyfingu, sem borgar meira en milljarð árlega í kostnað vegna erlendra leikmanna, hlýtur að verða endurskoðaður á næstunni,“ skrifar Grímur. Hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta sínum afskiptum af körfunni eftir áratugalangt sjálfboðastarf. „Það verður líka ansi holur hljómur í rökum íþróttahreyfingunni í yfirstandandi skatta viðræðunum við hið opinbera þegar allt rassvasabixið sem þessi rekstur er verður skoðaður. Sjálfboðaliðar hafa um langt árabil komið úr röðum leikmanna, foreldra og annarra aðstandenda leikmanna. Ég er einn þessara sjálfboðaliða og sl. 15 ár hef ég sett ansi marga klukkutíma í starf fyrir félög barnanna minna og mitt eigið. Það stoppar núna hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri sem staðið hafa í þessu sl. ár og áratugi geri slíkt hið sama. Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile, Dinkins, Medina, Okeke, Devos og hinna 130 erlendu leikmannanna sem spiluðu á Íslandi í vetur hljóta að koma sterk inn í hausti,“ skrifar Grímur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira