Sport

Bak­garður 101: Heilagir hringir hjá biskup Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Biskup Íslands hleypur að sjálfsögðu í Bakgarði 101
Biskup Íslands hleypur að sjálfsögðu í Bakgarði 101 Vísir/Skjáskot

Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir, er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu sem hófst í Öskjuhlíðinni í morgun. Hún er með skýrt markmið fyrir hlaupið í huga.

Nú hafa keppendur lokið við fyrsta hring hlaupsins og við það tækifærið tókst þeim Garpi Ingasyni Elísabetarsyni og Tinnu Miljevic að ná í skottið á biskup Íslands sem er að hlaupa sitt fyrsta bakgarðshlaup.

„Ég er svo mikill aðdáandi bakgarðshlaupa og þessa fólks sem er að hlaupa svona hundruð kílómetra að ég varð eiginlega bara að finna þetta á eigin skinni,“ sagði Guðrún, biskup Íslands.

Hún ætlar sér þó ekki að vera þeim sem rýfur hundrað kílómetra múrinn er markmið hennar í hlaupinu er klárt.

„Ég sé ekki að það sé mitt að hlaupa marga hringi aftur og aftur, ég þarf meiri tilbreytingu. Ég ætla að hlaupa þrjá hringi, þetta er laugardags skokkið mitt.“

Hægt er að fylgjast með Bakgarði 101 á meðfylgjandi hlekk:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×