Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 08:30 Leikmenn Chelsea standa hér heiðursvörð fyrir Virgil van Dijk og félaga í Liverpool fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Getty/Liverpool FC Liverpool og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Liðin eru í tveimur efstu sætunum en Liverpool er löngu orðið enskur meistari enda með fimmtán stigum meira þegar níu stig eru eftir í pottinum. Liverpool tapaði á móti Chelsea um síðustu helgi í fyrsta leik sínum eftir að titilinn var tryggður. Leikmenn Chelsea stóðu heiðursvörð fyrir leikmenn Liverpool fyrir leik eins og venjan er. Hörkutólið Troy Deeney vill að Arsenal noti tækifærið á Anfield um helgina til að senda Liverpool mönnum skilaboð og ýta um leið undir ríginn á milli tveggja efstu liðanna. Hvernig spyrja einhverjir. Jú með því að neita að standa heiðursvörð fyrir leikinn. 🗣️ Troy Deeney: “Arsenal should REFUSE to give Liverpool a Guard of Honour next Sunday. That would really set down a marker for next season. No more ‘Mr. Nice Guys’.” ❌😬 pic.twitter.com/mWhgSx3g0v— DailyAFC (@DailyAFC) May 6, 2025 „Arsenal ætti að neita að standa heiðursvörð fyrir Liverpool á sunnudaginn. Það myndi heldur betur gefa tóninn fyrir næsta tímabil. Engir góðir gæjar lengur,“ sagði Troy Deeney eða „Mr. Nice Guys“ eins og hann orðaði það. Mikael Arteta, knattpyrnustjóri Arsenal, ræddi þennan heiðursvörð á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir eiga skilið að fá heiðursvörð. Þeir hafa verið besta liðið og stöðugasta liðið. Það hefur verið hrífandi að fylgjast með því hvað Arne Slot og þjálfarteymi hans hefur gert á tímabilinu. Þeir hafa staðið sig virkilega vel og eiga þetta fyllilega skilið,“ sagði Arteta. „Svona eru íþróttirnar. Þegar einhver er betri en þú þá verður þú að klappa fyrir honum og sætta þig við það. Svo er bara að vinna að því að komast á sama stað á næsta tímabili,“ sagði Arteta. "When somebody is better, you have to applaud and try to reach that level" 👏Mikel Arteta spoke ahead of his side's match against Liverpool 🔴 ⚪️ pic.twitter.com/lJZPjirKto— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2025 Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira
Liverpool tapaði á móti Chelsea um síðustu helgi í fyrsta leik sínum eftir að titilinn var tryggður. Leikmenn Chelsea stóðu heiðursvörð fyrir leikmenn Liverpool fyrir leik eins og venjan er. Hörkutólið Troy Deeney vill að Arsenal noti tækifærið á Anfield um helgina til að senda Liverpool mönnum skilaboð og ýta um leið undir ríginn á milli tveggja efstu liðanna. Hvernig spyrja einhverjir. Jú með því að neita að standa heiðursvörð fyrir leikinn. 🗣️ Troy Deeney: “Arsenal should REFUSE to give Liverpool a Guard of Honour next Sunday. That would really set down a marker for next season. No more ‘Mr. Nice Guys’.” ❌😬 pic.twitter.com/mWhgSx3g0v— DailyAFC (@DailyAFC) May 6, 2025 „Arsenal ætti að neita að standa heiðursvörð fyrir Liverpool á sunnudaginn. Það myndi heldur betur gefa tóninn fyrir næsta tímabil. Engir góðir gæjar lengur,“ sagði Troy Deeney eða „Mr. Nice Guys“ eins og hann orðaði það. Mikael Arteta, knattpyrnustjóri Arsenal, ræddi þennan heiðursvörð á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þeir eiga skilið að fá heiðursvörð. Þeir hafa verið besta liðið og stöðugasta liðið. Það hefur verið hrífandi að fylgjast með því hvað Arne Slot og þjálfarteymi hans hefur gert á tímabilinu. Þeir hafa staðið sig virkilega vel og eiga þetta fyllilega skilið,“ sagði Arteta. „Svona eru íþróttirnar. Þegar einhver er betri en þú þá verður þú að klappa fyrir honum og sætta þig við það. Svo er bara að vinna að því að komast á sama stað á næsta tímabili,“ sagði Arteta. "When somebody is better, you have to applaud and try to reach that level" 👏Mikel Arteta spoke ahead of his side's match against Liverpool 🔴 ⚪️ pic.twitter.com/lJZPjirKto— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 9, 2025
Enski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Mamardashvili í markinu gegn United Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Sjá meira