Golf

Syni Tigers mis­tókst að tryggja sér sæti á Opna banda­ríska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods faðmar hér son sinn Charlie Woods eftir að þeir spiluðu saman á feðgamótinu í desember
Tiger Woods faðmar hér son sinn Charlie Woods eftir að þeir spiluðu saman á feðgamótinu í desember Getty/Mike Ehrmann

Charlie Woods, sonur golfgoðsagnarinnar Tiger Woods, náð ekki að upplifa drauminn sinn og tryggja sér sæti á Opna bandaríska risamótinu í golfi sem fram fer í næsta mánuði.

Þetta var önnur tilraun hans til að komast í gegnum forkeppnina en Charlie er aðeins sextán ára gamall.

Woods lék á 75 höggum á Wellington vellinum eða þremur höggum yfir pari. Hann var sjö höggum yfir lágmarkinu til að komast í næstu umferð sem voru 68 högg.

Woods er samt að bæta sig frá því í fyrra þegar hann lék á 81 höggi á sama móti eða níu höggum yfir pari.

Honum tókst þá að komast á Opna bandaríska unglingamótið í fyrra en var átján höggum frá því að ná niðurskurðinum.

Arth Sinha náði bestum árangri á mótinu en hann lék á 66 högum eða einu höggi betur en Matthew Marigliano.

Tyler Stachkunas, Carson Klawonn og Michael Gligic tryggðu sér líka allir farseðil á 36 holu lokaúrtökumótið sem verður spilað á einum degi. Opna bandaríska risamótið fer fram frá 12. til 15. júní á Oakmont golfvellinum í Pennsylvaníu fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×