Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 07:32 Mari Järsk er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu Bakgarður 101 sem hefst í Öskjuhlíð núna klukkan níu Vísir/Sigurjón Hlaupadrottningin Mari Järsk ætlar að kanna þolmörk líkama síns enn og aftur í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hefst núna klukkan níu. Hún verður þó einnig með annan hatt á meðan á hlaupinu stendur. Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Sjá meira
„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15