„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 21:58 Mikel Arteta huggar hér Thomas Partey eftir tapið í París í kvöld. Getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. „Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira