Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 22:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti blaðamenn við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Anna Moneymaker Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar. Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025 HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna. Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið. Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins. Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja. Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu. „Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum. „Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino. „Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump. „Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump. "Hey, that could be a good incentive, right?"Donald Trump says reinstating Russia for the 2026 World Cup could end the war in Ukraine. pic.twitter.com/TfchXkqRHI— BBC Sport (@BBCSport) May 7, 2025
HM 2026 í fótbolta Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn