Fótbolti

Trump: HM í fót­bolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti blaðamenn við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti blaðamenn við hlið Gianni Infantino, forseta FIFA. Getty/Anna Moneymaker

Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar.

Nýjasta útspil Trump er að blanda heimsmeistaramótinu inn í friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna.

Trump finnst að möguleg þátttaka á heimsmeistaramótinu í fótbolta 2016 ætti að vera næg hvatning fyrir Rússa til að enda Úkraínustríðið.

Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022 og stríðið hefur því staðið yfir í meira en þrjú ár. Rússneskum landsliðum og félagsliðum hefur síðan verið meinuð þátttaka í keppnum á vegnum Alþjóða knattspyrnusambandsins.

Undankeppni HM 2026 er hafin en 45 sæti eru í boði auk gestgjafanna þriggja.

Trump sagðist ekki hafa vitað af því að Rússar mættu ekki taka þátt í HM 2026 en stakk upp á því að það væri hægt að bjarga því ef þeir enda stríðið í Úkraínu.

„Ég vissi það ekki. Er þetta rétt? Getur þú útskýrt þetta,“ sagði Donaldo Trump á blaðamannafundi og beindi orðum sínum til Gianni Infantino, forseta FIFA, sem var með honum á fundinum.

„Það er rétt. Þeim var meinuð þátttaka en við vonumst öll eftir að það gerist eitthvað jákvætt og að við fáum frið þannig að Rússar megi aftur vera með,“ sagði Infantino.

„Það er mögulegt. Það væri góð hvatning, ekki satt?,“ sagði Trump.

„Við viljum að þeir hætti. Fimm þúsund manns eru að deyja á viku og það er hreinlega erfitt að trúa þeim tölum. Við verðum að enda þetta stríð,“ sagði Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×