Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 15:17 Lamine Yamal var að vonum vonsvikinn eftir tap Barcelona fyrir Inter í gær. getty/Jose Breton Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33
„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27
„Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15
Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38