Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 15:17 Lamine Yamal var að vonum vonsvikinn eftir tap Barcelona fyrir Inter í gær. getty/Jose Breton Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33
„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27
„Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15
Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38