Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 13:47 Yann Sommer hefur reynst Inter mikill happafengur. getty/Andrea Staccioli Ein af hetjum Inter gegn Barcelona í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær var Yann Sommer. Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum mærðu svissneska markvörðinn eftir leikinn. Þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk átti Sommer frábæran leik á San Siro í gær. Inter jafnaði í 3-3 í uppbótartíma og tryggði sér svo sigur í framlengingu. „Sommer var góður í þessum leik. Þetta var frábær varsla. Hann veðjar á að hann muni setja hann í fjær sem var eini staðurinn sem hann gat skotið,“ sagði Ólafur Kristjánsson og vísaði til vörslu Sommers frá Lamine Yamal þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sommer varði svo aftur stórkostlega frá Yamal í framlengingunni. Sommer telur 183 sentímetra og er því frekar lágvaxinn af markverði að vera. „Hann er svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta. Hann svindlar ekki en svindlar samt smá. Hann sér að hann er að fara að setja hann í fjær og þá getur hann brugðist fyrr við og er kominn á stað í hornið,“ sagði Aron Jóhannsson. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yann Sommer Sommer, sem er 36 ára, kom til Inter frá Bayern München fyrir tveimur árum. Hann fyllti skarð Andrés Onana hjá Inter þegar Kamerúninn var seldur til Manchester United. Sommer varð ítalskur meistari með Inter á síðasta tímabili. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Einvígi Inter og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2009-10 var með þeim eftirminnilegri í seinni tíð. Einvígi sömu liða í undanúrslitunum á þessu tímabili tók því þó fram. Það hafði einfaldlega allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Meðal aðalleikara í þessum magnaða gleðileik voru tveir leikmenn á ólíkum enda ferilsins. 7. maí 2025 12:01 Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk átti Sommer frábæran leik á San Siro í gær. Inter jafnaði í 3-3 í uppbótartíma og tryggði sér svo sigur í framlengingu. „Sommer var góður í þessum leik. Þetta var frábær varsla. Hann veðjar á að hann muni setja hann í fjær sem var eini staðurinn sem hann gat skotið,“ sagði Ólafur Kristjánsson og vísaði til vörslu Sommers frá Lamine Yamal þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Sommer varði svo aftur stórkostlega frá Yamal í framlengingunni. Sommer telur 183 sentímetra og er því frekar lágvaxinn af markverði að vera. „Hann er svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta. Hann svindlar ekki en svindlar samt smá. Hann sér að hann er að fara að setja hann í fjær og þá getur hann brugðist fyrr við og er kominn á stað í hornið,“ sagði Aron Jóhannsson. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yann Sommer Sommer, sem er 36 ára, kom til Inter frá Bayern München fyrir tveimur árum. Hann fyllti skarð Andrés Onana hjá Inter þegar Kamerúninn var seldur til Manchester United. Sommer varð ítalskur meistari með Inter á síðasta tímabili. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Einvígi Inter og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2009-10 var með þeim eftirminnilegri í seinni tíð. Einvígi sömu liða í undanúrslitunum á þessu tímabili tók því þó fram. Það hafði einfaldlega allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Meðal aðalleikara í þessum magnaða gleðileik voru tveir leikmenn á ólíkum enda ferilsins. 7. maí 2025 12:01 Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Einvígi Inter og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu tímabilið 2009-10 var með þeim eftirminnilegri í seinni tíð. Einvígi sömu liða í undanúrslitunum á þessu tímabili tók því þó fram. Það hafði einfaldlega allt það besta sem fótboltinn hefur upp á að bjóða. Meðal aðalleikara í þessum magnaða gleðileik voru tveir leikmenn á ólíkum enda ferilsins. 7. maí 2025 12:01
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33
„Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15
Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38