Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 11:30 Pedri hefur átt gott tímabil í vetur. getty/Image Photo Agency Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona. Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira