Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 21:58 Ný stjórn Ungra umhverfissinna. Ungir Umhverfissinnar Ungir umhverfissinnar kusu nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem fór fram í Bragganum 3. maí síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum. Ný stjórn er eftirfarandi: Forseti: Laura Sólveig Lefort Scheefer Varaforseti: Snorri Hallgrímsson Gjaldkeri: Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir Fræðslufulltrúi: Julien Nayet-Pelletier Hringrásafulltrúi:Antonia Hamann Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris Náttúruverndarfulltrúi: Jóhanna Malen Skúladóttir Samskiptafulltrúi: Esther Jónsdóttir Um nýjan forseta segir eftirfarandi í tilkynningunni: „Laura Sólveig Lefort Scheefer tekur við embætti forseta af Snorra Hallgrímssyni. Hún gegndi áður stöðu hringrásarfulltrúa Ungra umhverfissinna og hefur víðtæka reynslu af teymisstjórn og félagastarfi, m.a. sem formaður Femínistafélagsins í MH, teymisstjóri hjá AIESEC, stjórnarmaður í AFS á Íslandi og sem forseti hringrásarnefndar UU. Hún hefur lokið háskólagráðu í umhverfisfræði, vinnur sem verkefnastjóri í sjálfbærni hjá fasteignafélaginu Heimar, hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúruverndar og hringrásarhagkerfis og farið fyrir hönd Ungra umhverfissinna einn af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29.“ Fjölmörg verkefni afstaðin á liðnu ári „Á líðandi starfsári óx félagið áfram og telur nú tæplega 1700 félaga. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu var mikið og komum við fram í fjölmiðlum 46 sinnum á starfsárinu - að meðaltali nánast í hverri viku! Einnig voru haldnir 20 viðburðir og unnin rúmlega 50 blaðsíðna umsagnarskrif við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:“ Kraftmikil þátttaka á COP16, ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika Sþ. í Cali, Kólumbíu, í október 2024, og COP29, loftslagsráðstefnu Sþ. í Baku, Aserbaídsjan, í nóvember 2024. COP Reykjavík - hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða. Þar var efnt til pallborðsumræðna með fulltrúum allra þingflokka og unnið að tengingu málefna beggja ráðstefna (COP16 og COP29). Verkefnið var eitt fjölda stórglæsilegra verkefna sem hlutu styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Önnur útgáfa af Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2024, unnin á rúmum fjórum vikum eftir óvænt þingrof. Verkefninu er ætlað að upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald með því að gera kvarða sem metur umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Ákall um bann við sjókvíaeldi, unnið í samstarfi við önnur samtök sem vakið hefur mikla athygli. Útgáfa Spírur - ungar raddir í umhverfismálum, þar sem birtar eru 30 sögur úr ritlistakeppni barna á grunnskólaaldri um allt land, Ungir rithöfundar fyrir umhverfið, sem félagið hélt síðastliðið haust. Verkefnið hlaut einnig styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Auk þess má nefna regluleg greina- og umsagnaskrif, fundi með ráðherrum og fjölda erinda og viðburða (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2024-25 hér). „Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. þrjú verkefni sem hlutu nýlega styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2025, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúruvernd, loftslagsaðgerðum og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir,“ segir í tilkynningu félagsins. Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ungum umhverfissinnum. Ný stjórn er eftirfarandi: Forseti: Laura Sólveig Lefort Scheefer Varaforseti: Snorri Hallgrímsson Gjaldkeri: Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir Fræðslufulltrúi: Julien Nayet-Pelletier Hringrásafulltrúi:Antonia Hamann Loftslagsfulltrúi: Ida Karólína Harris Náttúruverndarfulltrúi: Jóhanna Malen Skúladóttir Samskiptafulltrúi: Esther Jónsdóttir Um nýjan forseta segir eftirfarandi í tilkynningunni: „Laura Sólveig Lefort Scheefer tekur við embætti forseta af Snorra Hallgrímssyni. Hún gegndi áður stöðu hringrásarfulltrúa Ungra umhverfissinna og hefur víðtæka reynslu af teymisstjórn og félagastarfi, m.a. sem formaður Femínistafélagsins í MH, teymisstjóri hjá AIESEC, stjórnarmaður í AFS á Íslandi og sem forseti hringrásarnefndar UU. Hún hefur lokið háskólagráðu í umhverfisfræði, vinnur sem verkefnastjóri í sjálfbærni hjá fasteignafélaginu Heimar, hefur tekið þátt í rannsóknum á sviði náttúruverndar og hringrásarhagkerfis og farið fyrir hönd Ungra umhverfissinna einn af fulltrúum Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29.“ Fjölmörg verkefni afstaðin á liðnu ári „Á líðandi starfsári óx félagið áfram og telur nú tæplega 1700 félaga. Sýnileiki okkar og vægi í almennri umræðu var mikið og komum við fram í fjölmiðlum 46 sinnum á starfsárinu - að meðaltali nánast í hverri viku! Einnig voru haldnir 20 viðburðir og unnin rúmlega 50 blaðsíðna umsagnarskrif við alls kyns frumvörp og aðra opinbera texta. Ráðist var í fjölmörg verkefni sem skiluðu miklum árangri og má þar nefna sem dæmi:“ Kraftmikil þátttaka á COP16, ráðstefnu um líffræðilegan fjölbreytileika Sþ. í Cali, Kólumbíu, í október 2024, og COP29, loftslagsráðstefnu Sþ. í Baku, Aserbaídsjan, í nóvember 2024. COP Reykjavík - hátíð líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsaðgerða. Þar var efnt til pallborðsumræðna með fulltrúum allra þingflokka og unnið að tengingu málefna beggja ráðstefna (COP16 og COP29). Verkefnið var eitt fjölda stórglæsilegra verkefna sem hlutu styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Önnur útgáfa af Sólinni, einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar 2024, unnin á rúmum fjórum vikum eftir óvænt þingrof. Verkefninu er ætlað að upplýsa almenning og veita stjórnmálaflokkum aðhald með því að gera kvarða sem metur umhverfis- og loftslagsmál í stefnum allra stjórnmálaflokka. Ákall um bann við sjókvíaeldi, unnið í samstarfi við önnur samtök sem vakið hefur mikla athygli. Útgáfa Spírur - ungar raddir í umhverfismálum, þar sem birtar eru 30 sögur úr ritlistakeppni barna á grunnskólaaldri um allt land, Ungir rithöfundar fyrir umhverfið, sem félagið hélt síðastliðið haust. Verkefnið hlaut einnig styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2024. Auk þess má nefna regluleg greina- og umsagnaskrif, fundi með ráðherrum og fjölda erinda og viðburða (sjá ítarlega umfjöllun í ársskýrslu 2024-25 hér). „Við lítum til komandi starfsárs með mikilli tilhlökkun og eru mörg spennandi verkefni í vinnslu, þ.á.m. þrjú verkefni sem hlutu nýlega styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík 2025, og fleiri hugmyndir að verkefnum sem ný stjórn mun framkvæma af mikilli ástríðu. Fráfarandi stjórn þakkar fyrir sig, stolt af árangri líðandi starfsárs, og nýkjörin stjórn tekur við keflinu með mikilli tilhlökkun. Við munum halda ótrauð áfram okkar baráttu fyrir náttúruvernd, loftslagsaðgerðum og lífvænlegri framtíð fyrir ungt fólk og framtíðarkynslóðir,“ segir í tilkynningu félagsins.
Umhverfismál Félagasamtök Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira