Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 08:03 Freyr Alexandersson hefur verið að gera frábæra hluti með Brann eftir slæmt tap í fyrsta leik. Getty/Isosport Eftir slæmt tap í fyrsta leik og harkalegar fyrirsagnir í fjölmiðlum er þjálfarinn Freyr Alexandersson farinn að slá í gegn hjá íbúum Bergen og kominn með Brann á topp norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“ Norski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira
Brann vann 4-2 útisigur gegn Vålerenga um helgina, þar sem Eggert Aron Guðmundsson skoraði eitt markanna, og hefur Brann því unnið fimm leiki í röð eftir 3-0 skellinn gegn Fredrikstad í fyrstu umferð. Tap sem að virtist fá ýmsa til að efast um að Freyr hefði verið rétti maðurinn til að taka við af Eirik Horneland sem skilað hafði Brann í 2. sæti á síðustu tveimur leiktíðum. „Glæpsamlega illa undirbúnir“ og „óþekkjanlegir“ var á meðal þess sem norskir fjölmiðlamenn skrifuðu eftir fyrsta leik Freys. „Þetta var svolítið harkalegt og agressívt. Ég sagði þeim það líka,“ sagði Freyr við VG um helgina, varðandi gagnrýnina sem hann fékk í fyrstu. „Svona erum við ekki að fara að gera hlutina á löngu keppnistímabili. En þetta er þeirra vinna og þeir sinna henni eins og þeir vilja,“ bætti Freyr við. Áhuginn og umfjöllunin um lið Brann er mikil, eins og Freyr fékk strax að kynnast þegar hann kom fyrst til Bergen, og hefur núna einnig fengið að kynnast jákvæðu hliðinni á þessum mikla áhuga. „Ég er ástfanginn af Bergen og íbúum bæjarins. Það er bara hvernig fólkið hérna hagar sér. Hvernig þau hafa tekið á móti mér og okkur öllum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyr. „Ég er himinlifandi með að hafa valið Bergen og að vinna fyrir Brann,“ bætti hann við. Anders Pamer hjá staðarmiðlinum Bergens Tidende bendir á að sambandið á milli Brann og Íslands hafi í gegnum tíðina verið mjög gott. „Hann er núna á meðal þeirra vinsælustu hjá okkur,“ sagði Pamer. Næsti deildarleikur Brann er sannkallaður stórleikur við Rosenborg á sunnudaginn. Eitt stig skilur liðin að og ljóst að Brann myndi senda skýr skilaboð með sigri. Freyr vill hins vegar ekki láta draga sig út í neinar umræður um titilvonirnar, svo snemma á leiktíðinni. „Það væri barnalegt fyrir þjálfara eða leikmenn að tala um gull í byrjun maímánaðar,“ sagði Freyr og bærti við: „Á sama tíma vil ég segja að ég elska að fólkið í Bergen sé að tala um gull, að „gullið eigi að koma heim“. En ég vona líka að fólk sýni því virðingu að við tökum bara einn leik fyrir í einu.“
Norski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Sjá meira