Fótbolti

Mark­maðurinn á bata­vegi eftir harka­legt höfuð­högg

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kevin Müller fékk harkalegt höfuðhögg og heilahristing en náði fljótt meðvitund og er sagður á batavegi.
Kevin Müller fékk harkalegt höfuðhögg og heilahristing en náði fljótt meðvitund og er sagður á batavegi.

Kevin Müller, markmaður Heidenheim í þýsku úrvalsdeildinni, fékk harkalegt höfuðhögg í leik liðsins gegn VFL Bochum í gær og var fluttur á spítala. Hann fékk heilahristing en er nú á batavegi, óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni.

Atvikið átti sér stað snemma í seinni hálfleik þegar Müller mætti út í fyrirgjöf og fékk andstæðinginn Ibrahima Sissoko í fangið. Þeir skullu saman með slæmum afleiðinum fyrir Müller.

Leikurinn var stöðvaður í einhverjar ellefu mínútur meðan hlúið var að Müller. Hann var síðan borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.

Kevin var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús þar sem hann eyddi nóttinni.

Frank Schmidt, þjálfari Heidenheim, staðfesti í viðtali eftir leik að Müller hafi náð meðvitund aftur meðan verið var að bera hann af velli.

Félagið sendi svo frá sér yfirlýsingu í dag þar sem staðfest var að Müller hefði fengið heilahristing. Honum var óskað góðs bata en óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×