Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar 30. apríl 2025 08:30 Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er á hæsta máta einkennilegt að kollegi minn fyrir norðan sé svona uppsigað við græn svæði í Grafarvoginum. Eða að íbúar þar vilji að hægt sé að leggja þar einkabíl. Ef það eitthvað sem nóg er af á Akureyri þá eru það bílastæði og einbýlishús. Glerhús og steinar einhver… Ef ég ætlaði að gera honum upp skoðanir, líkt og hann, gæti ég alteins eins vænt hann um andúð á börnum og ungmennum, því hverjir munu líða fyrir skort á grænum svæðum ef ekki börn og ungmenni. Ég gæti líka sakað hann um ódýra dygðaskreytingu. En það geri ég að sjálfsögðu ekki, hef ekki áhuga að leggjast á á sama plan. En pistillinn lyktaði óneitanlega eins og framboðsræða úr fórum pólitíkusa sem er engin eftirspurn eftir. Allavega ekki í verðleikríkisstjórnarinnar valkyrjanna. Það er bara ekki í tísku lengur að berja sér á brjóst og móðgast fyrir hönd annarra. Hvern er verið að blikka? Að sama skapi er jafn skondið að halda því fram að enginn sem heldur á hamri, malbikar eða múrar geti haft eitthvað milli handanna og talist til millistéttar. En ég er auðvitað bara grunnskólakennari sem vinnur á gólfinu og bý líklega ekki yfir jafn magnaðri innsýn í raunveruleika tekjulágra eins og háskólakennari að norðan. En síðast þegar ég gáði var þó ekki gífurlegur munur á fermetraverði fasteigna í Grafarvogi og á Akureyri svo þeir sem eru tekjulágir eiga nokkuð svipaða möguleika á húsnæði á báðum stöðum. En ég færi seint að saka minn gamla heimabæ um að vera andverkalýðslegur líkt og kollegi minn að norðan gerði um Grafarvoginn. Enda elska ég Akureyri, og keyri þangað reglulega úr blokkaríbúðinni minni, að heimsækja vini og vandamenn, á nelgdu dekkjunum mínum, hvernig sem viðrar. En svona öllu gamni slepptu þá snýst gremja um innviði hverfisins sem planið er að ganga fram af, ásamt því að ræna okkur grænu svæðunum. Því bara gert ráð fyrir fleiri íbúðum, sumum jafnvel upp við dyrnar á grunnskólanum. Og þar sem skólamálin standa mér næst hef ég svo sannarlega áhyggjur. Höfundur er stoltur Grafarvogsbúi og grunnskólakennari.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar