Sport

Enginn á­kærður vegna and­láts Adam John­son

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam Johnson (númer 47) í leik Pittsburgh Penguins og Carolina Hurricanes árið 2019.
Adam Johnson (númer 47) í leik Pittsburgh Penguins og Carolina Hurricanes árið 2019. Joe Sargent/Getty Images

Enginn verður ákærður vegna andláts íshokkíkappans Adam Johnson. Hinn 29 ára gamli Johnson, leikmaður Nottingham Panthers, lést eftir slys á íshokkívellinum þar sem hann skarst á hálsi og lést af sárum sínum.

Vísir fjallaði um málið á sínum tíma og var einn maður handtekinn vegna gruns um manndráp af gáleysi.

Nú hefur breska ríkisútvarpið greint frá því að enginn verði ákærður vegna málsins.

„Við höfum ákveðið að það séu engar líkur á sakfellingum vegna glæpsamlegs athæfis svo það verða engin ákæra,“ sagði saksóknari ákæruvaldsins eftir að ákvörðunin var opinberuð.


Tengdar fréttir

Íshokkíheimurinn í áfalli eftir banaslys

Banaslys á íshokkívelli um síðustu helgi gæti breytt ýmsu þegar kemur að öryggismálum í íþróttinni. Þetta segir framkvæmdarstjóri Íshokkísambandsins.

Lögreglan rannsakar andlát Adams Johnson

Íshokkíkappinn Adam Johnson lést á skelfilegan hátt á laugardag eftir að hann skarst á hálsi í leik með liði sínu Nottingham Panthers á Englandi. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar.

Fjölskylda Johnsons rýfur þögnina eftir andlát hans

Frænka íshokkíkappans Adams Johnson, sem lést í leik á Englandi, hefur tjáð sig um andlát hans. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver úr fjölskyldu Johnsons tjáir sig opinberlega eftir að hann féll frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×