Fótbolti

Stoðsending Sverris dugði skammt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sverrir Ingi lagði upp mark Panathinaikos í kvöld.
Sverrir Ingi lagði upp mark Panathinaikos í kvöld. Stefanos Kyriazis/NurPhoto via Getty Images

Sverrir Ingi Ingason og félagar hans í Panathinaikos máttu þola 2-1 tap er liðið heimsótti PAOK í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Sverrir og félagar byrjuðu leikinn af miklum krafti og Tin Jedvaj kom liðinu yfir strax á þriðju mínútu eftir stoðsendingu frá Sverri.

Heimamenn í PAOK jöfnuðu hins vegar metin tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Það var svo Gíneumaðurinn Mady Camara sem tryggði heimamönnum 2-1 sigur með marki eftir rétt tæplega klukkutíma leik.

Með sigrinum stökk PAOK upp í þriðja sæti deildarinnar, en liðið er nú með 55 stig eftir 30 leiki, einu stigi minna en Panathinaikos sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×