Enski boltinn

Willum skoraði og lagði upp í stór­sigri Birmingham City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Willumsson fagnar marki sínu fyrir Birmingham City á móti Mansfield Town í dag.
Willum Þór Willumsson fagnar marki sínu fyrir Birmingham City á móti Mansfield Town í dag. Getty/Robbie Jay Barratt

Birmingham City vann 4-0 heimasigur á Mansfield Town í ensku C-deildinni í dag en Birmingham var þegar búið að tryggja sér sæti í ensku b-deildinni á næstu leiktíð.

Íslenski landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson var á skotskónum og skoraði annað mark Birmingham í leiknum auk þess að leggja fyrsta markið. Hann var því maðurinn á bak við góða stöðu í hálfleik.

Birmingham er komið með 105 stig og sextán stiga forskot á toppi deildarinnar eftir þennan góðan sigur. Liðið hefur unnið 32 af 44 leikjum og skorað samtals 80 mörk.

Keshi Anderson kom Birmingham í 1-0 á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Willum og íslenski landsliðsmaðurinn skoraði síðan sjálfur fimmtán mínútum síðar.

Kieran Dowell kom Birmingham í 1-0 á 50. mínútu og 57. mínútu var Tomoki Iwata búinn að koma liðinu í 4-0.

Willum var tekinn af velli á 68. mínútu. Hann er með sex mörk og sex stoðsendingar á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×