Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2025 06:32 Hákon Arnar Haraldsson tekur sjálfu af sér með verðlaunabikar eftir að hann var valinn maður leiksins í Meistaradeildarleik Lille á móti Borussia Dortmund í sextán liða úrslitum keppninnar. Getty/Julian Finney Franska Íslendingafélagið Lille er langefst á listanum yfir þau evrópsku fótboltafélög sem hafa hagnast mest á leikmannamarkaðnum undanfarin tíu ár. Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official) Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Félagaskiptavefurinn Transfermarkt tók saman þennan topplista út frá því hvað hvert félög hafa borgað mikinn pening fyrir leikmenn í samanburði við tekjur þeirra af sölu leikmanna. Undanfarin tíu ár þá er Lille 436 milljónir evra í plús. Það gera 63,6 milljarða í tekjur af leikmannasölum og kaupum á einum áratugi. Liðið hefur grætt 106 milljónum evra meira en næsta lið á listanum sem er Club Brugge frá Belgíu. Í þriðja til fjórða sæti eru síðan Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting Lissabon frá Portúgal. Lille komst alla leið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í ár en datt út fyrir þýska liðinu Broussia Dortmund. Á síðasta tímabili endaði Lille í fjórða sæti í frönsku deildinni en félagið hefur orðið einu sinni franskur meistari á þessum tíma og það var vorið 2021. Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spillar með Lille en félagið keypti hann frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn fyrir fimmtán milljónir evra í júlí 2023. Það er almennt búist við því að hann gæti farið í sterkara félag í framtíðinni og þá fyrir meiri pening en umræddar fimmtán milljónir evra. Um leið myndi Hákon þar með bæta við gróða félagsins á leikmannamarkaðnum. Hákon er hins vegar með samning til ársins 2028 og fleiri leikmenn liðsins gætu verið seldir í sumar. Það er því alveg eins líklegt að félagið bíði aðeins með það að græða pening á íslenska landsliðsmanninum. Topp tíu listann má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt (@transfermarkt_official)
Franski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira