Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 09:35 Emanuel Macron Frakklandsforseti, Alexander Stubb Finnlandsforseti og Donald Trump Bandaríkjaforseti á fremsta bekk. EPA Um fimmtíu þúsund manns eru við útför Frans páfa á Sankti Péturstorgi í Páfagarði. Meðal annars Donald Trump Bandaríkjaforseti, Volodímír Selenskí Úkraínuforseti og Vilhjálmur bretaprins. Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Páfagarði eru yfir 200 þúsund manns viðstaddir á og í kringum torgið þar sem útförin fór fram. Yfirvöld í Róm árétta að líklega sé sú tala nærri 150 þúsund. Vilhjálmur Bretaprins er viðstaddur.EPA Breska ríkisútvarpið heldur uppi fréttavakt af útförinni, en þar kemur meðal annars fram að Trump og Selenskí hafi hist í Páfagarði fyrir útförina. Úkraínumenn og Rússar leitast nú við að ná samkomulagi um frið og hefur Bandaríkjastjórnin gert sig gildandi í þeim viðræðum. Trump sat á fremsta bekk við athöfnina, ásamt Alexander Stubb forseta Finnlands og Alar Karis forseta Eistlands. Bæði Finnland og Eistland hafa stutt Úkraínu í stríðinu við Rússa. Donald og Melania Trump. EPA Giovanni Battista kardináli flutti prédikun, þar sem hann heiðraði embættissetu páfans, og sagði persónu hans einkennast af ákveðni. „Hann var staðráðinn í að nálgast náungann, sérstaklega þá sem áttu um sárt að binda, og gaf svo mikið af sér, sérstaklega til þeirra sem minna mega sín,“ sagði hann meðal annars í prédikuninni. „Hann var páfi meðal fólksins, með opinn hug gagnvart öllum. Hann var einnig páfi breyttra tíma og þess sem hinn heilagi andi hefur vakið upp í kirkjunni.“ Selenskí ásamt Olenu Zelenska, eiginkonu sinni. EPA Þá gerði hann ákall eftir því að stríðandi fylkingar heims grefðu stríðsöxina. Hann endurtók það sem páfinn sagði margoft, „byggjum brýr, ekki veggi“. Páfinn hafi sjálfur verið við guðsþjónustu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Einar Gunnarsson sendiherra eru fulltrúar Íslendinga í útförinni. Myndin er tekin í gær.Instagram Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands, Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu, Javier Milei forseti Argentínu og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands. EPA Páfagarður áætlar að um 200 þúsund manns séu viðstaddir á og í kringum torgið.EPA Ursula Von der Leyen forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins er einnig viðstödd. EPA Kista páfans borin að torginu. Hún verður síðan flutt á gönguhraða að Stóru Maríukirkjunni í Róm, hvar páfinn verður jarðsettur. EPA
Andlát Frans páfa Páfagarður Trúmál Páfakjör 2025 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira