„Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 12:22 Guðrún Karls Helgudóttir flutti árlega páskaávarp biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Biskup Íslands lagði áherslu á kærleika og mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og hinum saklausu. Rauði þráður ávarpsins var að sagan hafi engan endi þar sem henni sé ekki lokið. „Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“ Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Þær voru í ómögulegri stöðu. Konurnar þrjár sem höfðu hugrekki og djörfung til þess að fara að gröf Jesú á páskadagsmorgun. Þær vissu að staðan væri ómöguleg.“ Á þessum orðum hófst páskaávarp Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskup Íslands þar sem hún lýsir mikilvægi þess að sýna ástvinum ást og umhyggju í lífi og dauða. „Að klæða mömmu í mjúka og hlýja sokka í kistunni, að hafa uppáhalds sængurver litla drengsins. Að leggja sálmabók eða bangsa ofan í kistuna og síðan að hugsa vel um leiðið.“ Rauði þráðurinn í ávarpinu var að sagan hafi engan endi, líkt og upprisa Jesú Krists. Guðrún lýsti því hvernig hún hafi alltaf verið hrifin af menningarefni sem hafi óræðan og opinn endi. „Sagan um upprisuna er saga án endis. Ekki aðeins guðspjallið sem við lesum á þessum páskadagsmorgni heldur sagan öll. Sögunni er nefnilega ekki lokið,“ segir hún. Ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð Guðrún fór yfir víðan völl í árlegu páskaávarpi biskups en lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að taka afstöðu með börnum og þeim sem minna mega sín. Mikið hafi gengið á á alþjóðavettvangi „Það sem við getum þó gert er að taka afstöðu. Ekkert okkar vill hafa þetta svona. Ekkert okkar vill stríð og við megum segja það. Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk. Það er afstaða sem við getum tekið, og við eigum að taka,“ sagði Guðrún. Hún segir fréttir af heimsmálum minna frekar á föstudaginn langa heldur en upprisu. Guðrún sagði frá því þegar 36 manns létust í árásum Rússa í Úkraínu fyrir viku síðan en mörg þeirra hafi verið á leið til eða frá helgihaldi. Þá lýsti hún því hvernig hugtakið mannréttindi virðist vera orðið að skammaryrði innan ákveðinna hópa í Bandaríkjunum. „Við sjáum með berum augum stríðsglæpi framda á Gasa sem mun nú vera hættulegasta svæðið fyrir börn í veröldinni. Alþjóðlegar hjálparstofnanir eru útilokaðar frá svæðinu og hafa verið frá því í mars. Í Súdan er heil þjóð að deyja úr hungri og við getum lítið gert,“ segir Guðrún. „Það er afstaða sem við getum tekið og eigum að geta tekið án þess að hljóta fyrir vikið pólitískan stimpil. Það er ekki pólitísk afstaða að fordæma barnamorð, hungurdauða eða sprengjuárásir á börn og aðra saklausa borgara á leið í messu. Það er bara rétt afstaða.“ Hún lauk ávarpi sínu á að brýna fyrir fólki að vera réttlát, sýna náunganum kærleika, forðast tómlæti og stöndum með fólki. „Það getum við meðal annars með því að fylgja Jesú eftir eins og konurnar forðum sem komu að gröfinni til að annast ástvin sinn. Að við breiðum út gleðiboðskap páskadags um að Jesús sé upprisinn. Að hið góða hafi sigrað og að hið góða sigri ávallt að lokum. Þannig tökum við þátt í að skapa betri endi á sögunni sem þó aldrei lýkur.“
Páskar Þjóðkirkjan Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira