Páskaleg og fersk marengsbomba Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. apríl 2025 10:01 Linda Ben deildi uppskrift að dísætri og ferskri marengsköku sem er tilvalin sem eftirréttur um páskana. Marengstertur eru alltaf hátíðlegar og passa fullkomlega á páskaborðið. Matgæðingurinn Linda Benediktsdóttir töfraði fram dísæta og ferska marengsbombu, með silkimjúkri rjómafyllingu, safaríkum ávöxtum og ferskri myntu. „Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mínútum. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir. Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum,“ skrifar Linda við færsluna sem hún birti á vefsíðu sinni. Ávaxta maregnsbomba Hráefni: 4 eggjahvítur1/4 tsk salt1/4 tsk cream of tartar260 g sykur100 g rice crispies500 ml rjómiEitt mangóÞrjú ástaraldin250 g smátt skorin jarðaber50 g rifsberNokkur myntulauf Aðferð: Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 140ºC og undir og yfir hita. Best er að þeyta eggjahvíturnar í alveg tandurhreinni stál skál (smá fita í skálinni getur gert það að verkum að þær þeytast ekki eða mjög illa). Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær byrja að freyða setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þið vitið að eggjahvíturnar eru tilbúnar þegar þið dýfið þeytaranum ofan í eggjahvíturnar og kippið upp aftur, eggjahvíturnar á þeytaranum eiga ekki að hreyfast. Setjið Rice Crispies út í og blandið saman með sleikju. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum) snúið pennastriks hliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar eru frekar þykkar og ná hátt upp, gott að nota bakhliðina á skeið til þess að gera ytri hliðar marengsins sléttar. Bakið í 90 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt og þá er kakan tilbúin næsta dag, en það er alls ekki nauðsynlegt) Þeytið rjómann. Skrælið mangóið og skerið það í bita, bætið út í rjómann. Takið græna af jarðaberjunum og skerið í bita. Takuð nokkuð jarðaber frá til að skreyta kökuna með á eftir og setjið restina út í rjómann, blandið saman með sleikju. Hellið rjómanum ofan í marengstertuna. Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Páskar Uppskriftir Marens Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira
„Svona marengsbombur eru svo þægilegar að gera, maður einfaldlega smellir marengsnum á smjörpappír, dreifir úr honum og býr til einskonar skál. Svo bakar maður marengsinn í ofni í 90 mínútum. Hægt er að gera marengsinn sjálfan daginn áður og geyma upp á borði með hreinu viskastykki yfir. Svo býr maður til rjómafyllinguna og hellir í skálina. Svo er kakan skreytt með ávöxtum og berjum,“ skrifar Linda við færsluna sem hún birti á vefsíðu sinni. Ávaxta maregnsbomba Hráefni: 4 eggjahvítur1/4 tsk salt1/4 tsk cream of tartar260 g sykur100 g rice crispies500 ml rjómiEitt mangóÞrjú ástaraldin250 g smátt skorin jarðaber50 g rifsberNokkur myntulauf Aðferð: Byrjið á því að kveikja á ofninum og stilla á 140ºC og undir og yfir hita. Best er að þeyta eggjahvíturnar í alveg tandurhreinni stál skál (smá fita í skálinni getur gert það að verkum að þær þeytast ekki eða mjög illa). Þeytið eggjahvíturnar og þegar þær byrja að freyða setjið þá sykurinn út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Þið vitið að eggjahvíturnar eru tilbúnar þegar þið dýfið þeytaranum ofan í eggjahvíturnar og kippið upp aftur, eggjahvíturnar á þeytaranum eiga ekki að hreyfast. Setjið Rice Crispies út í og blandið saman með sleikju. Teiknið hring á smjörpappír (best að taka disk sem er 22 cm í þvermál og teikna meðfram diskinum) snúið pennastriks hliðinni niður og setjið deigið á smjörpappírinn inn í hringinn. Myndið skál úr deiginu þar sem hliðarnar eru frekar þykkar og ná hátt upp, gott að nota bakhliðina á skeið til þess að gera ytri hliðar marengsins sléttar. Bakið í 90 mínútur og slökkvið svo á ofninum og leyfið kökunni að kólna með ofninum (sniðugt að gera kökuna að kvöldi og láta kólna yfir nótt og þá er kakan tilbúin næsta dag, en það er alls ekki nauðsynlegt) Þeytið rjómann. Skrælið mangóið og skerið það í bita, bætið út í rjómann. Takið græna af jarðaberjunum og skerið í bita. Takuð nokkuð jarðaber frá til að skreyta kökuna með á eftir og setjið restina út í rjómann, blandið saman með sleikju. Hellið rjómanum ofan í marengstertuna. Skreytið með ferskum berjum, ástaraldin og ferskri myntu. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Páskar Uppskriftir Marens Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Lífið Fleiri fréttir Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Sjá meira