„Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. apríl 2025 17:37 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir refsihörku Íslendinga fara minnkandi samkvæmt rannsókn um viðhorf Íslendinga til refsinga og dóma. Íslendingar sækist frekar eftir endurhæfingu afbrotafólks í stað refsingar. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós. Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði og afbrotafræði við Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn sinni um viðhorf Íslendinga til refsingu og dóma. „Þetta er norrænt verkefni sem kannar afstöðu almennings og dómara til afbrota og refsinga til að athuga hvort að það sé munur þar á milli,“ segir Helgi í viðtali í Reykjavík síðdegis. Rannsóknin fer fram á öllum Norðurlöndunum en sambærileg rannsókn var gerð á árunum 2010 til 2015. „Niðurstaða sem hefur komið fram í nýja verkefninu er að það eru ekki alveg jafn margir í dag sem telja refsingar of vægar líkt og 2010 til 2012 þegar sambærileg könnun var gerð,“ segir Helgi. „Það er ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var á þeim tíma.“ Vanmeta refsingu dómara Rannsóknin er enn í gangi og hefur verið framkvæmd spurningakönnun meðal almennings, rýnihópur fyrir fólk á aldrinum átján til 24 ára og hittist hópur íslenskra dómara sem fór yfir mál og ákvað hvernig dæmt yrði í málunum. Að sögn Helga hefur almenningur þá tilhneigingu að vanmeta hvernig dómarar dæma í málum og telji refsingarnar ekki nógu harðar. „Það er í gangi eins konar vanmat á refsingu dómara,“ segir Helgi. „Ef við skoðum ofbeldismálin sérstaklega, þar kemur það skýrt fram að almenningur telur dómstóla allt of væga. Þegar er almenningur er spurður um þetta þá kemur raunverulega ljós að þegar spurt er um refsingar er verið að hugsa um ákveðin brot, fyrst og fremst kynferðisbrot,“ segir Helgi. Íslendingar eru hins vegar flestir sammála um að refsing afbrotafólks eigi ekki að vera hefnd heldur endurhæfing. „Þá kemur fram að það er ekki bara að refsa viðkomandi eða senda skilaboð eða hefna fyrir heldur endurhæfing. Það er endurhæfingarsjónarmiðið sem er lang algengast að menn nefni það sem höfuðmarkmið refsingar hér hjá okkur,“ segir Helgi. Ekki mikill munur á milli þjóða Niðurstöður á Íslandi í fyrri rannsókninni voru þá á pari við niðurstöðurnar í hinum Norðurlöndunum. „Þær vísbendingar sem ég hef fengið frá kollegum mínum á Norðurlöndunum að það er það sama að gerast þar. Almenningur telur refsingar of vægar og þegar þeir eru spurðir hvort þær séu almennt of vægar eða þeir séu að hugsa um tiltekin brot, þá eru þeir að hugsa um tiltekin brot. Það eru ofbeldisbrotin sem fólk er að hugsa fyrst og fremst um,“ segir Helgi. Íslendingarnir eru ekki með afgerandi skoðanir miðað við hin löndin. „Við erum mjög lík Norðurlandaþjóðirnar. Við sáum ekki mikinn mun á milli þjóðanna. Við sáum að Svíarnir eru heldur harðari og Danirnir heldur mýkri. Við á Íslandi vorum svona mitt á milli.“ Helgi fer á fund með rannsakendum á Norðurlöndunum í maí þar sem fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar koma í ljós.
Vísindi Reykjavík síðdegis Fangelsismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira