Innlent

Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar til­raunir og stærðfræði-Helgurnar

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Koma hefði mátt í veg fyrir manndráp hefði hið opinbera gert viðeigandi ráðstafanir í málum veikra einstaklinga að mati formanns Afstöðu. Hann fagnar því að ríkisstjórnin ætli að byggja sérstaka öryggisstofnun. Það þurfi að gerast hratt því hátt í tuttugu manns séu tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar. Við ræðum við formann Afstöðu og heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Formaður og varaformaður Samfylkingar voru endurkjörin í forystu flokksins nú síðdegis, enda ein í framboði. Við verðum í beinni frá landsfundi flokksins og ræðum við Kristrúnu Frostadóttur.

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Við ræðum við Kára Stefánsson sem segir útkomuna ófyrirsjáanlega og telur ferlið fela í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum.

Þá hittum við þrjár fyrstu konurnar til að gegna stöðu prófessors við stærðfræði og kalla sig stærðfræði-Helgurnar, hittum útskriftarnema sem fögnuðu í bænum í dag og verðum í beinni frá Háskólabíó með Skítamóral sem fagnar afmæli hljómsveitarinnar með stórtónleikum í kvöld.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 11. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×