„Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:25 Steinunn Björnsdóttir gat leyft sér að brosa út að eyrum í sínum síðasta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Vísir/Hulda Margrét Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. „Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
„Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira