„Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Hjörvar Ólafsson skrifar 10. apríl 2025 22:25 Steinunn Björnsdóttir gat leyft sér að brosa út að eyrum í sínum síðasta leik í íslensku landsliðstreyjunni. Vísir/Hulda Margrét Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. „Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira
„Við leystum þetta verkefni fagmannlega og ég er gríðarlega glöð með það. Síðustu dagar hafa verið ákveðinn tilfinningarússibani fyrir margra hluta sakir. Aðdragandinn að leiknum og aðstæðurnar í leiknum í gær voru vissulega erfiðar en við höndluðum þær allar saman í liðinu mjög vel og stóðum þétt saman. Frammistaðan inni á vellinum var sömuleiðis fagmannleg,“ sagði Steinunn auðsjáanlega stolt af því að liðið sé á leið á þriðja stórmótið í röð. Steinunn mun ekki fylgja liðinu til Hollands og Þýskalands á heimsmeistaramótið þar sem hún tilkynnti eftir leikinn að hún væri hætt með landsliðinu. Sjónarsviptir verður af þessum öfluga varnar- og línumanni sem hefur verið einn af leiðtogum liðins undanfarin áratug. „Það var að sjálfsögðu stefnan að skilja við landsliðið eftir afar góðan tíma með liðinu á þeim stað að vera á leiðinni á lokakeppni HM. Nú er því markmiði náð og ég er alsæl með það. Ég er viss um að stelpurnar muni standa sig vel, við erum með spennandi og gott lið sem getur klárlega staðið sig vel á stóra sviðinu þegar að því kemur,“sagði fyrirliðinn. Eins og áður segir var andrúmsloftið í leik liðanna í gær spennuþrungið vegna utanaðkomandi aðstæðna og Steinunn og liðsfélagar hennar hafa orðið fyrir áreiti í undirbúningi sínum fyrir leikinn. Steinunn kveðst sátt við það hvernig samherjar hennar tókust á við það að sitja undir sökum sem ósanngjarnt er að vera bornar. „Sem betur fer var allt með kyrrum kjörum hér í kvöld og stemmingin mun þægilegri. Það hefur verið erfitt að sjá skilaboð sem að okkur beindust þess efnis að við værum að samþykkja morð á saklausum borgurum fyrir botni Miðjarðarhafs með því að spila þannan leiks. Það er ekkert fjarri sannleikanum og líkt og Arnar hefur sagt á opinberum vettvangi þá fordæmum við að sjálfsögðu þá hörmulegu atburði sem eiga sér stað á hverjum degir fyrir botni Miðjarðarhafs. Við viljum bara einbeita okkur að handboltanum og liðsfélagar mínir geta gert það næstu mánuði í undirbúningi sínum fyrir stóru stundina á HM,“ sagið hún um síðustu daga hér sér og stöllum sínum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Sjá meira