Sport

Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíu­leikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Trinity Rodman og félagar hennar í bandaríska kvennalandsliðinu í knattspyrnu fagna hér Ólympíugulli sínu á leikunum í París.
Trinity Rodman og félagar hennar í bandaríska kvennalandsliðinu í knattspyrnu fagna hér Ólympíugulli sínu á leikunum í París. Getty/Justin Setterfield

Sumarólympíuleikarnir í París 2024 voru sögulegir því þá þar tóku jafnmargar konur þátt og karlar. Næstu leikar ganga enn lengra.

Nú er nefnilega ljóst að það verða fleiri konur en karlar sem keppa á Ólympíuleikunum í Los Angeles 2028.

Alþjóðaólympíunefndin tilkynnti þetta í gær en ESPN segir frá.

Ástæðan er meðal annars sú að knattspyrnukeppni kvenna á leikunum verður stærri en samskonar keppni hjá körlunum.

Sextán lið munu taka þátt í kvennakeppninni en aðeins tólf hjá körlunum. Þetta var öfugt á síðustu leikum.

Þetta þýðir að þátttakendur á eikunum eftir þrjú ár verða 50,7 prósent konur og 49,3 prósent karlar. 5333 konur á móti 5167 körlum.

Það taka einnig tvö fleiri lið þátt í Sundknattleikskeppni kvenna og verða því jafnmörg lið í karla- og kvennaflokki í þeirri grein.

Nýjar íþróttir sem koma inn á leikana eru krikket, flagg fótbolti og lacrosse.

Við það bætast við fleiri karlar en konur en fyrrnefndar breytingar koma í veg fyrir að karlarnir verða aftur í meirihluta á leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×