Dæla tölvupóstum á ráðherra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2025 10:54 Yvon Chouinard er stofnandi og eigandi Patagoniu. Fyrirtækið berst gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala hér á landi. Vísir/Getty/Vilhelm Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur. Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu. Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Þetta staðfestir Lauren Everett, samskiptastjóri Patagonia í Evrópu, við fréttastofu. Tölvupóstarnir eru hluti af stuðningi bandaríska útivistarvöruframleiðandans við baráttu íslenskra náttúruverndarsamtaka gegn sjókvíaeldi á laxi á iðnaðarskala. Stofnandi og eigandi Patagonia um árabil, Yvon Chouinard, er mikill Íslandsvinur og hefur komið reglulega til landsins frá árinu 1960. Þegar hann kom síðast, sumarið 2022, fór hann á fund Guðna Th. Jóhannessonar þáverandi forseta, til að vekja athygli hans á skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi veldur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hitti Halla Tómasdóttir, núverandi forseti landsins, Chouinard á veitingastað í Reykjavík í sömu Íslandsheimsókn. Fékk hún að taka mynd af sér með Chouinard og birti þá mynd í bók sinni Hugrekki til að hafa áhrif, sem kom út haustið 2023. Halla og Chouinard sumarið 2022. „Ég fæ satt að segja ekki oft stjörnur í augun en það gerði ég þegar ég nýlent á Íslandi rakst á Yvon Chouinard, stofnanda og eiganda Patagonia - Þessi maður hefur verið mér og mínu fólki svo mikil fyrirmynd í gegnum tíðina að þetta var alveg á pari við að hitta Bono!!! Ég hef notið þeirrar einstöku ánægju að vinna með núverandi forstjóra Patagonia og heyra hvernig hann vísar ávallt í hugrekki og sýn þessa einstaka manns sem kjarnaði umhverfismálin í tilgang fyrirtækisins strax í upphafi,“ sagði Halla við það tilefni í færslu á Facebook. Chouinard er orðinn 86 ára hefur dregið sig í hlé frá daglegum störfum en brennur heitt fyrir vernd náttúru jarðar. „Sem fluguveiðimaður hef ég séð með eiginaugum hvernig íslenskar ár eru að deyja hraðar en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Nú hefur Ísland tækifæri til að sýna heiminum að hægt er að snúa þessari skaðsemi við með banni á opnu sjókvíaeldi á laxi,“ er haft eftir Chouinard í tilkynningu frá Patagoniu.
Sjókvíaeldi Umhverfismál Lax Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira