Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 7. apríl 2025 10:46 Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég hef engan áhuga á að setjast í neinn valdastól í Sósíalistaflokknum. Ég er ekki að fara að bjóða mig fram á næsta aðalfundi, og er ekki að undirbúa einhverja kosningabaráttu. Ég vil ræða hvað er að í flokknum og hvað þurfi að gera til að bæta úr. Þar sem að hvergi er hægt að eiga í samtali við Gunnar Smára sjálfan, eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri í flokknum án þess að vera öskraður niður eða uppnefndur, tel ég betra að þær komi fram hér þar sem ég vona að stuðningur heyrist. Það er mikilvægt að geta sýnt fólki fram á hvernig hlutirnir raunverulega ganga fyrir sig, því formaðurinn vill helst stjórna narratívunni. Neitaði til dæmis að mæta á Pallborðið til að ræða við okkur Karl Héðinn ásamt Sönnu um stöðu flokksins. Kaus frekar að halda klukkutíma ræðu í sínum eigin þætti þar sem hann svaraði fyrir eineltisásakanir með því að leggja fólk í einelti. Líkja því við skepnur. Formaðurinn leggst lágt Meðal þess sem Gunnar Smári Egilsson hefur látið úr sér á undanförnum vikum, er að tala um Karl Héðinn Kristjánsson, formann ungliðahreyfingar sósíalista, sem „loddara". Segir að honum blöskri framferði fólks sem gagnrýni sig og annað forystufólk í flokknum. Viku eftir að hafa líkt gagnrýnendum sínum við hræætur, sagði hann „fylgjendur" Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að þeim sem séu þeim ósammála. Jafnframt vill hann meina að „skynsamt fólk" muni stíga fram til varnar svona lúalegum undirróðri. Ekki kemur fram um hvaða "undirróður" sé að ræða, en það sem Karl Héðinn hefur bent á lengi er að hann vilji umræður um breytingar á skipulagi í flokknum, sem ítrekað hefur verið sópað af borðinu af forystunni, með þeim rökum að Karl sé svo valdasjúkur einstaklingur. Hann og fleiri séu svo „særðir af einelti" í æsku og með svo „sært egó" að ekki sé neitt mark á þeim að taka. En samt eru það Karl Héðinn og félagar sem stunda „lúalegan undirróður“ samkvæmt formanninum. Þetta séu allt bara froðufellandi „ungherrar“ í valdatafli. Gagnrýni kvenna eins og Unnar Ránar Reynisdóttur, Sigrúnar E Unnsteinsdóttur, Omel Svarss Manumbas og margra annarra er látin sem vind um eyru þjóta. Þó svo að fjöldi fólks af öllum aldri, sama af hvaða kyni hafi tekið undir með gagnrýninni þá er henni ekki svarað. Það hentar ekki narratívu formannsins um að þetta séu bara brjálaðir ungherrar fullir af kvenfyrirlitningu. Undirróðurinn kemur síðan auðvitað ekki úr áttum formannsins. Nei, formaðurinn gerir aldrei neitt rangt. Hann er ekki með undirróður þegar hann líkir gagnrýnendum sínum við skepnur. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir að þeir hafi verið lagðir í einelti sem börn. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir gagnrýnendur sína tala fyrir „maóískri menningarbyltingu“. Og hann er auðvitað ekki með undirróður þegar hann segir félaga í flokknum ætla að breyta Sósíalistaflokk Íslands í nýja Alþýðufylkingu. Engar af fullyrðingum hans halda neinu vatni. Enda rökstyður hann þær ekki nánar. Þegar formaðurinn sakar aðra um undirróður er hann að stunda vörpun (e. projection), þar sem hann sakar annað fólk um það sem hann gerir sjálfur sjálfur. Það er eins og formaðurinn geti ekki horft í spegil. Hann sér ekki að það er hann sjálfur sem dælir út undirróðri í hverri setningu, og hefur gert síðustu vikur. Vill virkja Samviskuna til að reka fólk úr flokknum Nú er formanninum nóg boðið. Hann talar um að flokkurinn eigi að „hrista af sér uppreisnarfólkið“. Flokkurinn muni að öðrum kosti brenna upp á nokkrum dögum eða vikum. Það hlýtur bara að þýða að nú eigi að ráðast í einhvers konar aðgerðir. Til þess að hrista fólkið af sér er tvennt í stöðunni. Annað hvort að mæta á næsta aðalfund og sigra kosningar gegn þessum óþjóðalýð. Eða reka andstæðingana úr flokknum. Seinni kosturinn hefur verið ræddur af alvöru inni í framkvæmdastjórn flokksins. Rætt hefur verið af fullri alvöru um að virkja Samviskuna til þess að henda fólki úr flokknum sem „elur á óeiningu“. Og nú fyrir um tveimur vikum var ákveðið að framkvæmdastjórn, undir formennsku Gunnars Smára, færi í það að slembivelja fólk í Samviskuna, sem hefur heimildir til að reka fólk úr flokknum. Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir. Upphaflega var talað um Samviskuna sem fyrirbæri til að uppræta einelti og ofbeldi í flokknum. Félagar gætu skilað kvörtunum til Samviskunnar sem síðan myndi vinna úr málinu. Margt fólk hefur einmitt viljað koma málum áleiðis til Samviskunnar en hún hefur ekki verið starfandi frá stofnun. En núna er rætt af fullri alvöru að virkja hana þegar vísa á fólki á dyr sem talið er ógn við flokkinn að mati formannsins. Það má benda á að þeir sem halda munu um slembivalið á Samviskunni er framkvæmdastjórn sem er undir formennsku Gunnars Smára. Hann segir að fólk sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hans hendi hafi bara átt að leita til Samviskunnar. Sömu Samvisku og hefur ekki tekið við erindum frá upphafi. Semsagt í mörg ár. Margir félagar hafa óskað eftir úrlausn á sínum málum en fengið engin viðbrögð. En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi. Valdið úr höndum eins manns og yfir til fjöldans Þegar ég starfaði sem borgarfulltrúi gekk margt á sem ég hef ekki greint frá áður. Ég var fullur af elju og dug þegar ég hóf störf. Hafði fórnað miklu í kosningabaráttuna, sem fátækur námsmaður í ólaunuðu leyfi í nokkra mánuði. Ég komst inn þökk sé frábærri kosningabaráttu með Sönnu. Við vorum alla daga frá morgni til kvölds að vinna saman í þessari baráttu. Það voru líka góðir félagar sem studdu okkur mjög, og verð ég þeim ævinlega þakklátur. Eftir kosningar bjóst ég að sjálfsögðu við að fá stuðning til verka og samheldni. Við erum jú flokkur bræðarlags og mannhelgi. Gildi sósíalismans. Annað kom á daginn. Nánast um leið og störf byrjuðu var formaðurinn farinn að skipa okkur borgarfulltrúum fyrir verkum. Það er sérstakt í ljósi þess að fylgismenn hans tala um hann sem svo valdalítinn. Formaður framkvæmdastjórnar hafi í raun mjög lítil völd. Samt taldi hann sig hafa umboð til að skipa okkur fyrir. Segja okkur hvað, og hvað við ættum ekki að gera. Hvaða mál ég ætti að fjalla um, hvað við yrðum að gera. Endalausar fyrirskipanir. Orð eins og „þið verðið“, „þið eigið“, „þið ættuð“, „þið þurfið“. Andandi ofan í hálsmálið á okkur. Kallandi eftir upplýsingum frá borginni svo hann gæti unnið gagnavinnslu fyrir sjálfan sig og sína vinnu. Hvort er það? Að Gunnar Smári sé valdalítill og eigi því ekki að skuggastýra borgarfulltrúum flokksins, eða að hann sé valdamikill og hafi verið í fullum rétt til þess? Það getur ekki verið bæði. Hvað segja fylgismenn hans við því? Er hann kannski bæði valdalítill en má samt segja kjörnum fulltrúum fyrir verkum og gera lítið úr vel unnum störfum? Til að mynda þegar við Sanna börðumst af hörku gegn einkavæðingu Ljósleiðarans, og hann talaði um að það væri „veikt“ af okkar hálfu að vera að pæla svona mikið í því. Það er ekkert að því að hvaða félagi sem er komi með ábendingar til kjörinna fulltrúa. Málefnaleg gagnrýni á alltaf rétt á sér. En fyrirskipanir grafa undan sjálfstæði þeirra og gefa það sterklega til kynna að formaðurinn sé sá sem hafi völdin. Það eigi að vera undir honum komið hvað maður gerir. Það er því áhugavert að sjá viðbrögðin þegar kallað er eftir aukinni valdeflingu hins almenna félagsmanns í flokknum, að þá líkir hann því við einhvers konar einræðistilburði. Að hann sjálfur geti ekki lengur sagt öllum fyrir verkum, heldur fólkið. Það er einræði í augum einræðisherrans. Það sem þarf að gera Við verðum að fjölmenna á Sósíalistaþing í maí, þar sem ákvörðun verður tekin um framtíð flokksins. Reyndar hefur ekki enn verið boðað til fundar, sem er ekki gott. Mín von er að hægt verði að kjósa til forystu fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu innan flokksins. Þar sem samskiptin verði nærandi og gefandi, en ekki uppfull af ótta við að styggja þann sem öllu ræður. Ætlum við að vera flokkur undir leiðsögn eins manns, eða leiðsögn fjöldans? Ætlum við að virkja starf flokksins um allt land eða halda okkur við bergmálshellinn í Bolholti? Ætlum við að hafa fleiri opna félagsfundi þar sem félagar valdeflast og finnst þátttaka þeirra skipta máli? Fyrir mitt leyti er augljóst að í þá átt eigum við að stefna. Formaðurinn berst hatrammalega gegn öllum tilraunum sem veikja hans eigið tangarhald á flokknum. Hann kallar það illum nöfnum og stundar undirróður gegn lýðræðinu. Það er háttur einræðisherranna. Verum bjartsýn og tölum við félaga í kringum okkur. Virkjum fólk sem hefur ekki mætt lengi vegna framkomu formannsins og eitraðrar menningar sem hann hefur kynnt undir. Segjum þeim að nýir, bjartari tímar séu framundan. Nú er tíminn til að sameinast um framtíðarsýn sem verður öllu landinu til hagsbóta, þar sem verkalýðurinn hefur völd í samfélaginu og auðvaldinu verður steypt af stóli. Til þess þarf flokkurinn að virkja raddir fjöldans, en ekki kúga þær. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég hef engan áhuga á að setjast í neinn valdastól í Sósíalistaflokknum. Ég er ekki að fara að bjóða mig fram á næsta aðalfundi, og er ekki að undirbúa einhverja kosningabaráttu. Ég vil ræða hvað er að í flokknum og hvað þurfi að gera til að bæta úr. Þar sem að hvergi er hægt að eiga í samtali við Gunnar Smára sjálfan, eða koma sjónarmiðum sínum á framfæri í flokknum án þess að vera öskraður niður eða uppnefndur, tel ég betra að þær komi fram hér þar sem ég vona að stuðningur heyrist. Það er mikilvægt að geta sýnt fólki fram á hvernig hlutirnir raunverulega ganga fyrir sig, því formaðurinn vill helst stjórna narratívunni. Neitaði til dæmis að mæta á Pallborðið til að ræða við okkur Karl Héðinn ásamt Sönnu um stöðu flokksins. Kaus frekar að halda klukkutíma ræðu í sínum eigin þætti þar sem hann svaraði fyrir eineltisásakanir með því að leggja fólk í einelti. Líkja því við skepnur. Formaðurinn leggst lágt Meðal þess sem Gunnar Smári Egilsson hefur látið úr sér á undanförnum vikum, er að tala um Karl Héðinn Kristjánsson, formann ungliðahreyfingar sósíalista, sem „loddara". Segir að honum blöskri framferði fólks sem gagnrýni sig og annað forystufólk í flokknum. Viku eftir að hafa líkt gagnrýnendum sínum við hræætur, sagði hann „fylgjendur" Karls Héðins ráðast með offorsi og illmælgi að þeim sem séu þeim ósammála. Jafnframt vill hann meina að „skynsamt fólk" muni stíga fram til varnar svona lúalegum undirróðri. Ekki kemur fram um hvaða "undirróður" sé að ræða, en það sem Karl Héðinn hefur bent á lengi er að hann vilji umræður um breytingar á skipulagi í flokknum, sem ítrekað hefur verið sópað af borðinu af forystunni, með þeim rökum að Karl sé svo valdasjúkur einstaklingur. Hann og fleiri séu svo „særðir af einelti" í æsku og með svo „sært egó" að ekki sé neitt mark á þeim að taka. En samt eru það Karl Héðinn og félagar sem stunda „lúalegan undirróður“ samkvæmt formanninum. Þetta séu allt bara froðufellandi „ungherrar“ í valdatafli. Gagnrýni kvenna eins og Unnar Ránar Reynisdóttur, Sigrúnar E Unnsteinsdóttur, Omel Svarss Manumbas og margra annarra er látin sem vind um eyru þjóta. Þó svo að fjöldi fólks af öllum aldri, sama af hvaða kyni hafi tekið undir með gagnrýninni þá er henni ekki svarað. Það hentar ekki narratívu formannsins um að þetta séu bara brjálaðir ungherrar fullir af kvenfyrirlitningu. Undirróðurinn kemur síðan auðvitað ekki úr áttum formannsins. Nei, formaðurinn gerir aldrei neitt rangt. Hann er ekki með undirróður þegar hann líkir gagnrýnendum sínum við skepnur. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir að þeir hafi verið lagðir í einelti sem börn. Hann er ekki með undirróður þegar hann segir gagnrýnendur sína tala fyrir „maóískri menningarbyltingu“. Og hann er auðvitað ekki með undirróður þegar hann segir félaga í flokknum ætla að breyta Sósíalistaflokk Íslands í nýja Alþýðufylkingu. Engar af fullyrðingum hans halda neinu vatni. Enda rökstyður hann þær ekki nánar. Þegar formaðurinn sakar aðra um undirróður er hann að stunda vörpun (e. projection), þar sem hann sakar annað fólk um það sem hann gerir sjálfur sjálfur. Það er eins og formaðurinn geti ekki horft í spegil. Hann sér ekki að það er hann sjálfur sem dælir út undirróðri í hverri setningu, og hefur gert síðustu vikur. Vill virkja Samviskuna til að reka fólk úr flokknum Nú er formanninum nóg boðið. Hann talar um að flokkurinn eigi að „hrista af sér uppreisnarfólkið“. Flokkurinn muni að öðrum kosti brenna upp á nokkrum dögum eða vikum. Það hlýtur bara að þýða að nú eigi að ráðast í einhvers konar aðgerðir. Til þess að hrista fólkið af sér er tvennt í stöðunni. Annað hvort að mæta á næsta aðalfund og sigra kosningar gegn þessum óþjóðalýð. Eða reka andstæðingana úr flokknum. Seinni kosturinn hefur verið ræddur af alvöru inni í framkvæmdastjórn flokksins. Rætt hefur verið af fullri alvöru um að virkja Samviskuna til þess að henda fólki úr flokknum sem „elur á óeiningu“. Og nú fyrir um tveimur vikum var ákveðið að framkvæmdastjórn, undir formennsku Gunnars Smára, færi í það að slembivelja fólk í Samviskuna, sem hefur heimildir til að reka fólk úr flokknum. Tíminn kann þó að vera of naumur til þess að hægt sé að gera slíkt fyrir aðalfund. En þetta er leið sem augljóslega hugnast formanninum. Pólitískar hreinsanir. Upphaflega var talað um Samviskuna sem fyrirbæri til að uppræta einelti og ofbeldi í flokknum. Félagar gætu skilað kvörtunum til Samviskunnar sem síðan myndi vinna úr málinu. Margt fólk hefur einmitt viljað koma málum áleiðis til Samviskunnar en hún hefur ekki verið starfandi frá stofnun. En núna er rætt af fullri alvöru að virkja hana þegar vísa á fólki á dyr sem talið er ógn við flokkinn að mati formannsins. Það má benda á að þeir sem halda munu um slembivalið á Samviskunni er framkvæmdastjórn sem er undir formennsku Gunnars Smára. Hann segir að fólk sem hafi upplifað einelti eða slæma framkomu af hans hendi hafi bara átt að leita til Samviskunnar. Sömu Samvisku og hefur ekki tekið við erindum frá upphafi. Semsagt í mörg ár. Margir félagar hafa óskað eftir úrlausn á sínum málum en fengið engin viðbrögð. En nú þegar formaðurinn vill að mál séu leyst, þá er ekkert mál að virkja Samviskuna. Slembivelja á fólk í þessa nefnd og sá sem sér um það verður Gunnar Smári og hans stjórn. Ekki beint traustvekjandi. Valdið úr höndum eins manns og yfir til fjöldans Þegar ég starfaði sem borgarfulltrúi gekk margt á sem ég hef ekki greint frá áður. Ég var fullur af elju og dug þegar ég hóf störf. Hafði fórnað miklu í kosningabaráttuna, sem fátækur námsmaður í ólaunuðu leyfi í nokkra mánuði. Ég komst inn þökk sé frábærri kosningabaráttu með Sönnu. Við vorum alla daga frá morgni til kvölds að vinna saman í þessari baráttu. Það voru líka góðir félagar sem studdu okkur mjög, og verð ég þeim ævinlega þakklátur. Eftir kosningar bjóst ég að sjálfsögðu við að fá stuðning til verka og samheldni. Við erum jú flokkur bræðarlags og mannhelgi. Gildi sósíalismans. Annað kom á daginn. Nánast um leið og störf byrjuðu var formaðurinn farinn að skipa okkur borgarfulltrúum fyrir verkum. Það er sérstakt í ljósi þess að fylgismenn hans tala um hann sem svo valdalítinn. Formaður framkvæmdastjórnar hafi í raun mjög lítil völd. Samt taldi hann sig hafa umboð til að skipa okkur fyrir. Segja okkur hvað, og hvað við ættum ekki að gera. Hvaða mál ég ætti að fjalla um, hvað við yrðum að gera. Endalausar fyrirskipanir. Orð eins og „þið verðið“, „þið eigið“, „þið ættuð“, „þið þurfið“. Andandi ofan í hálsmálið á okkur. Kallandi eftir upplýsingum frá borginni svo hann gæti unnið gagnavinnslu fyrir sjálfan sig og sína vinnu. Hvort er það? Að Gunnar Smári sé valdalítill og eigi því ekki að skuggastýra borgarfulltrúum flokksins, eða að hann sé valdamikill og hafi verið í fullum rétt til þess? Það getur ekki verið bæði. Hvað segja fylgismenn hans við því? Er hann kannski bæði valdalítill en má samt segja kjörnum fulltrúum fyrir verkum og gera lítið úr vel unnum störfum? Til að mynda þegar við Sanna börðumst af hörku gegn einkavæðingu Ljósleiðarans, og hann talaði um að það væri „veikt“ af okkar hálfu að vera að pæla svona mikið í því. Það er ekkert að því að hvaða félagi sem er komi með ábendingar til kjörinna fulltrúa. Málefnaleg gagnrýni á alltaf rétt á sér. En fyrirskipanir grafa undan sjálfstæði þeirra og gefa það sterklega til kynna að formaðurinn sé sá sem hafi völdin. Það eigi að vera undir honum komið hvað maður gerir. Það er því áhugavert að sjá viðbrögðin þegar kallað er eftir aukinni valdeflingu hins almenna félagsmanns í flokknum, að þá líkir hann því við einhvers konar einræðistilburði. Að hann sjálfur geti ekki lengur sagt öllum fyrir verkum, heldur fólkið. Það er einræði í augum einræðisherrans. Það sem þarf að gera Við verðum að fjölmenna á Sósíalistaþing í maí, þar sem ákvörðun verður tekin um framtíð flokksins. Reyndar hefur ekki enn verið boðað til fundar, sem er ekki gott. Mín von er að hægt verði að kjósa til forystu fólk sem vill breytingar á skipulagi og menningu innan flokksins. Þar sem samskiptin verði nærandi og gefandi, en ekki uppfull af ótta við að styggja þann sem öllu ræður. Ætlum við að vera flokkur undir leiðsögn eins manns, eða leiðsögn fjöldans? Ætlum við að virkja starf flokksins um allt land eða halda okkur við bergmálshellinn í Bolholti? Ætlum við að hafa fleiri opna félagsfundi þar sem félagar valdeflast og finnst þátttaka þeirra skipta máli? Fyrir mitt leyti er augljóst að í þá átt eigum við að stefna. Formaðurinn berst hatrammalega gegn öllum tilraunum sem veikja hans eigið tangarhald á flokknum. Hann kallar það illum nöfnum og stundar undirróður gegn lýðræðinu. Það er háttur einræðisherranna. Verum bjartsýn og tölum við félaga í kringum okkur. Virkjum fólk sem hefur ekki mætt lengi vegna framkomu formannsins og eitraðrar menningar sem hann hefur kynnt undir. Segjum þeim að nýir, bjartari tímar séu framundan. Nú er tíminn til að sameinast um framtíðarsýn sem verður öllu landinu til hagsbóta, þar sem verkalýðurinn hefur völd í samfélaginu og auðvaldinu verður steypt af stóli. Til þess þarf flokkurinn að virkja raddir fjöldans, en ekki kúga þær. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun