Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 09:31 Vladimir Pútín Rússlandsforseti með vini sínum Alexander Ovechkin sem er við það að eignast eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum. Getty/Sasha Mordovets Metið sem fáir bjuggust við að yrði einhvern tímann slegið er við það að falla. Við erum að tala um markametið í NHL-deildinni í íshokkí. Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025 Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Metið hefur verið í eigu Kanadamannsins Wayne Gretzky sem setti skautana sína upp á hillu í lok síðustu aldar. Markametið hans Gretzky er eitt af þeim risastóru í bandarískum atvinnumannadeildunum. GRETZKY 🤝 OVECHKINTHESE TWO ARE NOW TIED FOR THE MOST CAREER NHL GOALS‼️ pic.twitter.com/ru2Y30YeBC— ESPN (@espn) April 5, 2025 Gretzky var þá búinn að skora 894 mörk í deildinni og var með yfirburðarforystu á markalistanum þegar hann hætti að spila árið 1999. Hann hafði þá slegið met goðsagnarinnar Gordie Howe um alls 93 mörk. Það er ekki bara að vekja athygli að metið sé að falla heldur líka vegna þess hver það er sem er við að slá það. Sá heitir Aleksandr Ovechkin og er Rússi. Ovechkin er líka vinur og stuðningsmaður Vladimirs Pútín Rússlandsforseta sem hefur kallað á mikla gagnrýni. View this post on Instagram A post shared by Alexander Ovechkin (@aleksandrovechkinofficial) Ovechkin skoraði tvö mörk í nótt og jafnaði með því metið. Næsti leikur hans er síðan annað kvöld og þar gæti metið fallið. Hann fær síðan átta leiki í viðbót til að bæta það. Ovechkin skoraði þessi mörk í 5-3 sigri Washington Capitals á Chicago Blackhawks. „Allir Rússar verða stoltir af þessu afreki. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að hann sé að taka metið heim,“ sagði rússneski íshokkímaðurinn Andrey Svechnikov við nhl.com. Ovechkin er einn af sextíu Rússum sem spila í NHL deildinni. Rússar mega spila þar en þeir mega ekki taka þátt í heimsmeistaramótinu eða spila á Vetrarólympíuleikunum. Ovechkin er 39 ára gamall og er enn að standa sig frábærlega inn á ísnum. Þegar hann jafnaði metið var gert hlé á leiknum á meðan hann skautaði um ísinn og fagnaði við frábæra undirtektir úr stúkunni. With Gretzky, Ovi's family, and all Caps nation to witness ❤️Alex Ovechkin is now tied for the most career goals in NHL history with 894 goals! pic.twitter.com/MGTg7itw2q— SportsCenter (@SportsCenter) April 5, 2025 Það var enginn að pæla þá í tengslum hans við Pútín. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé fyrst og fremst íþróttamaður og hafi ekkert um stjórnmál að segja. Hann þurfti að svara mörgum spurningum eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Hann [Pútin] er forsetinn minn en ég tek ekki þátt í stjórnmálum. Ég er íþróttamaður og ég vona að stríðið endi sem fyrst. Þetta er erfið staða fyrir báðar þjóðir,“ sagði Ovechkin á sínum tíma. Á sama tíma var Ovechkin með mynd af sér með Pútin á samfélagsmiðlum. Hún er þar ennþá. Þeir eru vinir. Aleksandr Ovechkin lék sinn fyrsta leik í NHL-deildinni árið 2005. Hann hefur spilað alla tíð með liði Washington Capitals. Gretzky lék á sínum tíma 1487 leiki í NHL-deildinni en Ovechkin er kominn í 1486 leiki. It took Alex Ovechkin just one less game than Wayne Gretzky to reach 894 goals... 🤯 pic.twitter.com/W3rvnFh14H— TSN (@TSN_Sports) April 5, 2025
Íshokkí Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira