Newcastle vann 2-1 sigur á Liverpool í úrslitaleik á Wembley þökk sé mörkum frá Alexander Isak og Dan Burn en Newcastle vann þarna sinn fyrsta enska titil í sjötíu ár.

Þessi umræddi stuðningsmaður Newcastle fagnaði titlinum langþráða með því að húðflúra hægri kálfann sinn með QR-kóða. Aftonbladet fjallar um þetta.
QR-kóðinn var tengill á Youtube síðu þar sem horfa mátti á skallamark Dan Burn úr úrslitaleiknum. Burn kom Newcastle í 1-0 í leiknum.
Vandamálið er að myndbandið gæti verið fjarlægt að Youtube vegna brota á sýningarrétti.
Húðflúr kappans hefur vakið mikla athygli og notandi á samfélagsmiðlinum X hefur beðið um að myndbandið verði fjarlægt.
Það er spurning hvort að umræddur X-notandi sé súr og sár Liverpool stuðningsmaður en hann hefur að minnsta kosti fengið tuttugu þúsund til að líka við athugasemd sína.
Það hefur aukið líkurnar á því að myndbandið verði fjarlægt og þá verður þessi athyglisverði QR-kóði algjörlega gagnslaus.