Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar 3. apríl 2025 14:37 Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna skyldu orkusveitarfélög vera jafn snúin og þver og raun ber vitni. Mýtan segir að þessi sveitarfélög séu sterk efnuð en raunin er önnur. Þessi sveitarfélög eru flest út á landi og hafa sömu tekjustofna og önnur sveitarfélög , nema þá kannski sveitarfélög sem eru í þeirri stöðu að geta selt lóðir og innheimt innviðagjöld. En það er í raun stór skekkja sem þessi sveitarfélög eru að berjast við, það er undanþága orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu og jöfnunarsjóður. Þessar skekkjur hafa misjöfn áhrif á þessi sveitarfélög og þar fléttast regluverk jöfnunarsjóðsins inn á misjafnan hátt. Það er t.d. sérstök staða að vera í að þurfa að nýta alla álagningarstuðla í botn til að verða ekki fyrir skerðingu frá jöfnunarsjóði og á sama tíma þurfa að lúta því að hafa ekki heimild til að leggja á fasteignagjöld vegna undanþágu orkumannvirkja frá lögbundnum tekjustofni sveitarfélaga. Ég hugsa að það væru nú einhverjir fleiri sem myndu láta heyra í sér ef sama gilti fyrir álverin eða t.d. Hörpuna eða þá bara allar fasteignir sem eru í eigu ríkisins, en ríkið greiðir meira en 10 milljarðar á ári í fasteignagjöld til sveitarfélaga, sem að lang stærstu leiti rennur til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Það hallar því miður alltaf á landsbyggðina. Ef það væri nú eins farið á Íslandi og í Noregi er snýr að skattaumhverfi orkumannvirkja þá myndu tekjur ríkisins frá orkufyrirtækjunum aukast um rúm 30% og tekjur sveitarfélaga aukast um, já haldið ykkur fast, aukast um ríflega 800%, það er ekkert lítið sem munar . Á tyllidögum þykir fínt að vitna í og bera saman við Noreg. Þarna liggur t.d. ein skýring á því af hverju sveitarfélag eins og Húnabyggð þarf að vera með alla álagningarstuðla í botni. Hvað myndi þetta þýða fyrir öll sveitarfélögin sem hafa orkumannvirki eða háspennulínur í sínu nærumhverfi? Jú þetta gætu verið allt að 10 – 12 milljarðar á ári, en þá er jafnan viðkvæðið að þessi sveitarfélög hafi ekkert með svona mikla peninga að gera, er það málið. Fæstir virðast hafa hugsað þetta til enda, þetta er nefnilega einfaldasta leiðin til að auka fjármuni inn á sveitarstjórnar stigið, þessi sveitarfélög hefðu meiri möguleika á því að verða fjárhagslega sjálfstæð, bara við það eitt að fá að innheimta fasteignagjöldin sem þeim ber, núverandi staða skapast jú af undanþágu. En rúllum aðeins yfir fjárhagslegu hliðina og það sem er í bígerð. Samkvæmt innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins að þá er endurstofnvirði orkumannvirkja og flutningskerfi raforku 1864 milljarðar króna. Ef þessar fasteignir litu sömu lögmálum og allar aðrar fasteignir þá væri álagningarprósenta fasteignaskattsins 1,65% og greiðslur til sveitarfélaganna væru rúmir 30 milljarðar á ári í stað u.þ.b. 1,7 milljarða sem greiðslurnar eru í dag. Ef greitt væri eins og í Noregi, þar sem álagningarprósenta orkumannvirkja er 0,7% þá væru þetta um 13 milljarðar sem orkufyrirtækin greiddu til sveitarfélaganna í gegnum þeirra lögbundna tekjustofn, fasteignagjöld. Ef ekki á að fara þessa leið og klára málið með orkusveitarfélögum og heimila þeim að innheimta fasteignagjöld eins og jafnan er gert þá er alveg hægt að gera tillögur um allskonar eins og t.d. að þar sem eru stórnotendur að raforku þá borgi þau sveitarfélög hluta af innheimtum fasteignagjöldum til sveitarfélaganna sem skaffa land undir orkuframleiðsluna, væri það ekki bara sanngjarnt ? Eða jafnvel líka hluta af útsvarinu sem verða til við að nýta alla þessa orku. Maður spyr sig! Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun