„Mótlætið styrkir mann“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 17:31 Andrea Rán í leik með íslenska landsliðinu gegn Sviss á dögunum Vísir/Getty Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir upplifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir íslenska landsliðið í síðasta verkefni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjarverandi vegna meiðsla. Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Andrea, sem spilar með Tamba Bay Sun í USL ofurdeildinni í Bandaríkjunum, sneri aftur í íslenska landsliðið eftir um fjögurra ára fjarveru í síðasta landsliðsverkefni og spilaði gegn Sviss og Frakklandi í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni þetta árið. Klippa: Andrea Rán fyrir leiki í Þjóðadeild „Það var bara mikil gleði og stolt sem fylgdi því að vera komin aftur. Það var einhvern veginn erfitt að búast við einhverjum ákveðnum hlutum en maður er alltaf bara tilbúin ef kallið skildi koma. Mótlætið styrkir mann,“ segir Andrea en hún átti í góðum samskiptum við Þorstein landsliðsþjálfara í aðdraganda verkefnisins. „Hann var í sambandi við mig þegar leið að þessum verkefnum og hefur verið að fylgjast með mér, það er gott að vita af því.“ Og tilfinningin sem fylgdi því að spila aftur fyrir land og þjóð var í betri kantinum. „Ég var bara svo stolt yfir því að klæðast landsliðstreyjunni aftur og spila fyrir landsliðið. Stolt er eiginlega bara orðið sem lýsir því.“ Þetta er annað landsliðsverkefnið í röð sem Andrea Rán tekur þátt í, hún stefnir á sæti í EM hópi Íslands. „Við gerum það allar. Það er mikil samkeppni, hún er af hinu góða.“ Markmiðið sé að sækja sigur gegn Noregi á föstudaginn. „Við förum í alla leiki til að taka þrjú stig, við tökum þetta dag fyrir dag, leik fyrir leik og stefnum á þrjú stig.“ Íslenska landsliðið verður án fyrirliða síns og besta leikmanns í komandi leikjum, Glódís Perla Viggósdóttir er frá vegna meiðsla og hennar er sárt saknað. „Að sjálfsögðu söknum við hennar mikið. Hún er sterkur leiðtogi liðsins og hefur alltaf verið hérna en það kemur bara maður í manns stað og við ætlum að spila fyrir hana, gera hana stolta.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira