Vill kynlíf en ekki samband Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 1. apríl 2025 20:02 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir „Mig langar að heyra um það að stunda kynlíf með öðrum án þess að ást eða rómantík sé til staðar. Til dæmis að hitta annað fólk og stunda kynlíf án þess að það leiði til sambands” - 60 ára karl. Jáhá! Það má heldur betur fjalla um kynlíf án skuldbindinga. Flestar spurningar sem ég fæ snúast um kynlíf í langtíma samböndum en vissulega er það ekki bara fólk í samböndum sem hefur áhuga á kynlífi. Kynlíf með öðrum án skuldbindinga er eitthvað sem fólk á öllum aldri getur haft áhuga á. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. En hvers vegna velja sumir kynlíf án skuldbindinga? Það eru alls konar ástæður sem geta legið að baki. Kynlíf án skuldbindinga getur hentað vel þegar við erum að kynnast okkur sem kynveru og það getur verið leið til að sækja í spennu, ævintýri og fjölbreytni. Eftir skilnað eða á krefjandi tímabilum, t.d. þegar það er mikið álag í vinnu eða námi, finna sum að þau hafa ekki orku eða áhuga á sambandi en vilja samt stunda kynlíf, upplifa unað og tengjast öðrum í gegnum kynlíf. Síðan eru sum sem laðast ekki rómantískt að öðrum eða hafa ekki áhuga á samböndum. Fyrir þau sem vilja kynna sér það betur er hægt er að lesa sig til um eirómantík (e. aromantic). Hvað þarf að hafa í huga ef þú hefur áhuga á kynlífi án skuldbindinga? Kynlíf án skuldbindinga hentar ekki öllum og ekki öll hafa áhuga á slíku. Það er mikilvægt að ræða það fyrirfram við bólfélaga hverjar þínar væntingar eru og vera skýr til að forðast misskilning. Það getur kallað fram allskonar tilfinningar ef þessar væntingar eru ekki ræddar í upphafi. Ef bólfélagi þinn vonast til þess að kynlífið komi til með að leiða til sambands er líklegt að viðkomandi finni fyrir höfnun, eftirsjá, vonbrigðum eða verði sár þegar í ljós kemur að kynlíf fyrir þér sé án skuldbindinga. Að passa upp á öryggi þýðir ekki bara að við notum getnaðar- og kynsjúkdómavarnir. Það snýst líka um tilfinningalegt öryggi. Ræðið saman fyrirfram um það kynlíf sem þið viljið stunda, hvað þið eruð til í og hvað ekki. Það má líka skoða hvaða þarfir þið hafið eftir kynlíf. Hafið þið þörf fyrir spjall, kúr eða eitthvað annað, eftir kynlíf? Kynlíf án skuldbindinga þarf ekki að þýða kynlíf án nándar en þið þurfið að vera á sömu blaðsíðunni varðandi þessai nánd og ykkar þarfir. Er of seint að byrja að stunda kynlíf án skuldbindinga 60+? Eldri einstaklingar hafa sömu þörf og aðrir fyrir unað og tengingu við aðra manneskju. Viðhorf samfélagsins þrengja að eldra fólki þar sem oft er gert ráð fyrir því að kynlíf fjari út með aldrinum. Kynlíf þarf ekki að fjara út með hækkandi aldri og það er margt jákvætt sem fylgir efri árum. Fólk er oft sáttara í eigin skinni, veit betur hvað það vill, hefur meiri tíma fyrir kynlíf og mörg lýsa mun minni áhyggjum af því hvað öðrum finnst. Meira frelsi og meiri unaður! Með hækkandi aldri geta ýmsar líkamlegar breytingar vissulega haft áhrif á kynlífið. Það er mikilvægt að mæta sér og bólfélaga sínum af þolinmæði. Það er algengara að finna fyrir leggangaþurrki, risvanda, eiga erfiðara með að örvast eða þurfa lengri tíma til að fá fullnægingu. Að gefa sér tíma, nota sleipiefni og vera óhrædd við að einblína á aðra kynhegðun en bara samfarir er góð byrjun. Sumt getur þó verið gott að ræða við heimilislækni, t.d. ef eitthvað af undantöldu hefur veruleg áhrif á kynlífið. Mynd/Getty Hvernig er hægt að kynnast öðrum í svipuðum hugleiðingum? Fyrir þau sem ekki hafa verið virk í stefnumóta-heiminum, jafnvel í marga áratugi, getur verið óljóst hvar og hvernig eigi að hitta fólk í sömu hugleiðingum. Stefnumótaöpp og samfélagsmiðlar eru verkfæri sem sum þurfa að læra að nota. Annars gildir það sama um okkur öll, óháð aldri, þegar það kemur að því að kynnast öðrum; leggja rækt við áhugamál, þora að prófa nýja hluti, fara á námskeið eða mæta í félagsstarf með öðrum. Í kjölfar umræðunnar um *raunheimarómantík hefur Bíó Paradís svarað kallinu og farið af stað með hraðstefnumót. Núna á föstudaginn verður viðburður fyrir 50 ára og eldri. Ég hvet öll áhugasöm til að mæta! Gangi þér vel og góða skemmtun <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Spurning barst frá lesanda: „Ég fæ nánast alltaf fullnægingu þegar ég rúnka mér. Ég fæ það sjaldnar í kynlífi. Er þetta bara eðlilegt eða ætti ég að hafa áhyggjur?" 42 ára karl. 25. mars 2025 20:02 Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. 18. mars 2025 20:00 Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. 11. mars 2025 20:01 Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. 4. mars 2025 20:02 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? 25. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Jáhá! Það má heldur betur fjalla um kynlíf án skuldbindinga. Flestar spurningar sem ég fæ snúast um kynlíf í langtíma samböndum en vissulega er það ekki bara fólk í samböndum sem hefur áhuga á kynlífi. Kynlíf með öðrum án skuldbindinga er eitthvað sem fólk á öllum aldri getur haft áhuga á. Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan. En hvers vegna velja sumir kynlíf án skuldbindinga? Það eru alls konar ástæður sem geta legið að baki. Kynlíf án skuldbindinga getur hentað vel þegar við erum að kynnast okkur sem kynveru og það getur verið leið til að sækja í spennu, ævintýri og fjölbreytni. Eftir skilnað eða á krefjandi tímabilum, t.d. þegar það er mikið álag í vinnu eða námi, finna sum að þau hafa ekki orku eða áhuga á sambandi en vilja samt stunda kynlíf, upplifa unað og tengjast öðrum í gegnum kynlíf. Síðan eru sum sem laðast ekki rómantískt að öðrum eða hafa ekki áhuga á samböndum. Fyrir þau sem vilja kynna sér það betur er hægt er að lesa sig til um eirómantík (e. aromantic). Hvað þarf að hafa í huga ef þú hefur áhuga á kynlífi án skuldbindinga? Kynlíf án skuldbindinga hentar ekki öllum og ekki öll hafa áhuga á slíku. Það er mikilvægt að ræða það fyrirfram við bólfélaga hverjar þínar væntingar eru og vera skýr til að forðast misskilning. Það getur kallað fram allskonar tilfinningar ef þessar væntingar eru ekki ræddar í upphafi. Ef bólfélagi þinn vonast til þess að kynlífið komi til með að leiða til sambands er líklegt að viðkomandi finni fyrir höfnun, eftirsjá, vonbrigðum eða verði sár þegar í ljós kemur að kynlíf fyrir þér sé án skuldbindinga. Að passa upp á öryggi þýðir ekki bara að við notum getnaðar- og kynsjúkdómavarnir. Það snýst líka um tilfinningalegt öryggi. Ræðið saman fyrirfram um það kynlíf sem þið viljið stunda, hvað þið eruð til í og hvað ekki. Það má líka skoða hvaða þarfir þið hafið eftir kynlíf. Hafið þið þörf fyrir spjall, kúr eða eitthvað annað, eftir kynlíf? Kynlíf án skuldbindinga þarf ekki að þýða kynlíf án nándar en þið þurfið að vera á sömu blaðsíðunni varðandi þessai nánd og ykkar þarfir. Er of seint að byrja að stunda kynlíf án skuldbindinga 60+? Eldri einstaklingar hafa sömu þörf og aðrir fyrir unað og tengingu við aðra manneskju. Viðhorf samfélagsins þrengja að eldra fólki þar sem oft er gert ráð fyrir því að kynlíf fjari út með aldrinum. Kynlíf þarf ekki að fjara út með hækkandi aldri og það er margt jákvætt sem fylgir efri árum. Fólk er oft sáttara í eigin skinni, veit betur hvað það vill, hefur meiri tíma fyrir kynlíf og mörg lýsa mun minni áhyggjum af því hvað öðrum finnst. Meira frelsi og meiri unaður! Með hækkandi aldri geta ýmsar líkamlegar breytingar vissulega haft áhrif á kynlífið. Það er mikilvægt að mæta sér og bólfélaga sínum af þolinmæði. Það er algengara að finna fyrir leggangaþurrki, risvanda, eiga erfiðara með að örvast eða þurfa lengri tíma til að fá fullnægingu. Að gefa sér tíma, nota sleipiefni og vera óhrædd við að einblína á aðra kynhegðun en bara samfarir er góð byrjun. Sumt getur þó verið gott að ræða við heimilislækni, t.d. ef eitthvað af undantöldu hefur veruleg áhrif á kynlífið. Mynd/Getty Hvernig er hægt að kynnast öðrum í svipuðum hugleiðingum? Fyrir þau sem ekki hafa verið virk í stefnumóta-heiminum, jafnvel í marga áratugi, getur verið óljóst hvar og hvernig eigi að hitta fólk í sömu hugleiðingum. Stefnumótaöpp og samfélagsmiðlar eru verkfæri sem sum þurfa að læra að nota. Annars gildir það sama um okkur öll, óháð aldri, þegar það kemur að því að kynnast öðrum; leggja rækt við áhugamál, þora að prófa nýja hluti, fara á námskeið eða mæta í félagsstarf með öðrum. Í kjölfar umræðunnar um *raunheimarómantík hefur Bíó Paradís svarað kallinu og farið af stað með hraðstefnumót. Núna á föstudaginn verður viðburður fyrir 50 ára og eldri. Ég hvet öll áhugasöm til að mæta! Gangi þér vel og góða skemmtun <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Lesendur eru hvattir til þess að senda Aldísi spurningar í spurningaformi hér að neðan.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Spurning barst frá lesanda: „Ég fæ nánast alltaf fullnægingu þegar ég rúnka mér. Ég fæ það sjaldnar í kynlífi. Er þetta bara eðlilegt eða ætti ég að hafa áhyggjur?" 42 ára karl. 25. mars 2025 20:02 Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. 18. mars 2025 20:00 Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. 11. mars 2025 20:01 Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. 4. mars 2025 20:02 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? 25. febrúar 2025 20:01 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Fleiri fréttir Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sjá meira
Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Spurning barst frá lesanda: „Ég fæ nánast alltaf fullnægingu þegar ég rúnka mér. Ég fæ það sjaldnar í kynlífi. Er þetta bara eðlilegt eða ætti ég að hafa áhyggjur?" 42 ára karl. 25. mars 2025 20:02
Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Spurning barst frá lesanda: „Maki minn er með ADHD sem hefur mikil áhrif á sambandið okkar. Mér finnst ég oft detta í það hlutverk að halda skipulagi fyrir okkur bæði, minna hann á og furðu mikill tími fer í leita af hlutum sem týnast. Þessu fylgir mikil streita og oft er mikið kaos í kringum okkar en þetta hefur líka áhrif á kynlífið okkar. Ertu með einhver ráð?“ - 39 ára kona. 18. mars 2025 20:00
Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona. 11. mars 2025 20:01
Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? „Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði?” spyr 59 ára karl. Hann, líkt og fleiri lesendur, sendi mér þessa spurningu í gegnum spurningaboxið sem er að finna neðst í öllum greinunum hjá mér. 4. mars 2025 20:02
38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Spurning barst frá lesenda: Ég er 38 ára maður sem hefur aldrei átt maka eða upplifað kynlíf. Ég sé sjálfan mig ekki sem kynveru, hef enga reynslu og hef enga trú á því að nokkur kona muni einhvern tíma vilja mig. Sem ég veit að er sjálfrætandi spádómur. Veistu um leið út úr þessum vítahring? 25. febrúar 2025 20:01
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“