Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar 31. mars 2025 07:30 Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattlagningu í sjávarútvegi eru kynnt eins og ráðist sé gegn stórútgerðinni. En þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós: það er ekki stórútgerðin sem verður fyrir mestu höggi heldur smærri útgerðir, vinnslur og samfélög í dreifðum byggðum landsins. Sem dæmi má nefna sveitarfélög líkt og Grýtubakkahrepp, Langanesbyggð og Vopnafjörð sem reiða sig að miklu leyti á útgerð og vinnslu sem helstu stoðir atvinnulífsins. Útsvarstekjur, störf og samfélagsleg velferð byggjast á þeirri starfsemi. Þegar höggið kemur utan frá – í gegnum illa ígrundaðar skattabreytingar sem ekki hafa verið metnar til fulls – þá hefur það ekki eingöngu áhrif á stórútgerðina heldur bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem sjá fram á óvissu með framtíðina í sinni heimabyggð. Það er ábyrgð stjórnvalda að meta áhrif aðgerða áður en þau verða að lögum. Það hefur ekki verið gert. Engin heildstæð greining liggur fyrir á áhrifum breytinganna á atvinnulíf í smærri byggðarlögum, engin úttekt á rekstrargrundvelli vinnslufyrirtækja sem nú standa frammi fyrir nýjum álögum. Slíkt verklag er bæði óábyrgt og óboðlegt. Við í Framsókn höfum ítrekað bent á að svigrúm sé til aukinna auðlindagjalda – en slíkar breytingar verða að byggjast á vandaðri greiningu, fyrirsjáanleika og samstöðu. Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Viljum við í alvöru taka slíka stoð og raska rekstraröryggi hennar með óundirbúnum hætti? Það sem verra er – það virðist ekki einu sinni hafa verið raunverulegur vilji til samráðs við hagsmunaaðila áður en málið var kynnt. Þetta mál er eitt stærsta hagsmunamál síðari ára og á sama tíma leyfir núverandi ríkisstjórn sér að takmarka verulega umsagnarfrest. Þegar upp er staðið má setja spurningarmerki hvort raunverulegur samvinnuvilji sé yfirhöfuð fyrir hendi. Slíkt er að mínu mati áfellisdómur yfir verklagi stjórnvalda. Maður spyr sig, af hverju liggur svona á, þetta mál er risavaxið og algerlega óljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif þetta muni hafa til lengri tíma. Auðlindin á að vera í eigu þjóðarinnar, fyrir hana á að greiða sanngjarnt verð, um það eru allir sammála. En til að ná langþráðri sátt um sjávarútveginn og þeim álögum sem við teljum réttlætanlegt að hann beri, verðum við að byggja umræðuna á staðreyndum, hafa öll gögn upp á borði og vanda okkur áður en lengra er haldið. Við getum gert betur. Við eigum að gera betur. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Sjávarútvegur Framsóknarflokkurinn Byggðamál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að tala um sátt í sjávarútvegi þegar aðgerðir stjórnvalda beinast ekki gegn þeim sem bera mesta ábyrgð heldur bitna í reynd á fólkinu og byggðunum sem atvinnugreinin heldur uppi. Áform ríkisstjórnarinnar um aukna skattlagningu í sjávarútvegi eru kynnt eins og ráðist sé gegn stórútgerðinni. En þegar grannt er skoðað kemur annað í ljós: það er ekki stórútgerðin sem verður fyrir mestu höggi heldur smærri útgerðir, vinnslur og samfélög í dreifðum byggðum landsins. Sem dæmi má nefna sveitarfélög líkt og Grýtubakkahrepp, Langanesbyggð og Vopnafjörð sem reiða sig að miklu leyti á útgerð og vinnslu sem helstu stoðir atvinnulífsins. Útsvarstekjur, störf og samfélagsleg velferð byggjast á þeirri starfsemi. Þegar höggið kemur utan frá – í gegnum illa ígrundaðar skattabreytingar sem ekki hafa verið metnar til fulls – þá hefur það ekki eingöngu áhrif á stórútgerðina heldur bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum sem sjá fram á óvissu með framtíðina í sinni heimabyggð. Það er ábyrgð stjórnvalda að meta áhrif aðgerða áður en þau verða að lögum. Það hefur ekki verið gert. Engin heildstæð greining liggur fyrir á áhrifum breytinganna á atvinnulíf í smærri byggðarlögum, engin úttekt á rekstrargrundvelli vinnslufyrirtækja sem nú standa frammi fyrir nýjum álögum. Slíkt verklag er bæði óábyrgt og óboðlegt. Við í Framsókn höfum ítrekað bent á að svigrúm sé til aukinna auðlindagjalda – en slíkar breytingar verða að byggjast á vandaðri greiningu, fyrirsjáanleika og samstöðu. Sjávarútvegurinn er ein af grunnstoðum íslensks atvinnulífs. Viljum við í alvöru taka slíka stoð og raska rekstraröryggi hennar með óundirbúnum hætti? Það sem verra er – það virðist ekki einu sinni hafa verið raunverulegur vilji til samráðs við hagsmunaaðila áður en málið var kynnt. Þetta mál er eitt stærsta hagsmunamál síðari ára og á sama tíma leyfir núverandi ríkisstjórn sér að takmarka verulega umsagnarfrest. Þegar upp er staðið má setja spurningarmerki hvort raunverulegur samvinnuvilji sé yfirhöfuð fyrir hendi. Slíkt er að mínu mati áfellisdómur yfir verklagi stjórnvalda. Maður spyr sig, af hverju liggur svona á, þetta mál er risavaxið og algerlega óljóst á þessum tímapunkti hvaða áhrif þetta muni hafa til lengri tíma. Auðlindin á að vera í eigu þjóðarinnar, fyrir hana á að greiða sanngjarnt verð, um það eru allir sammála. En til að ná langþráðri sátt um sjávarútveginn og þeim álögum sem við teljum réttlætanlegt að hann beri, verðum við að byggja umræðuna á staðreyndum, hafa öll gögn upp á borði og vanda okkur áður en lengra er haldið. Við getum gert betur. Við eigum að gera betur. Höfundur er formaður þingflokks Framsóknar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun