Saka lögregluna um að rægja Kínverja Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2025 11:59 Kínverska sendiráðið í Bríetartúni í Reykjavík, aðeins steinsnar frá skrifstofum ríkislögreglustjóra og lögreglunnistöðinni á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm Talsmaður kínverska sendiráðsins á Íslandi gagnrýnir fullyrðingar fulltrúa ríkislögreglustjóra um njósnir Kínverja og sakar hann um að dreifa rógburði um Kína. Þótt talsmaðurinn segi sendiráðið á móti ummælum hans hafnar hann þeim ekki berum orðum. Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau. Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Tilefni yfirlýsingar sendiráðsins er erindi sem Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál í gær. Þar kynnti hann niðurstöður stöðumats um öryggisáskoranir og sagði tímabært að vekja máls á njósnum sem Kínverjar stunduðu á Íslandi og þar með á Íslandi. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar væru skyldaðir til þess að afhenda leyniþjónustu lands síns upplýsingar sem hún teldi varða við þjóðaröryggi. Þannig nýttu Kínverjar upplýsingar í hernaðarlegum tilgangi þótt þeirra hefði upphaflega verið aflað í öðrum tilgangi. Nefndi Karl Steinar sérstaklega óvissu um starfsemi norðurljósarannsóknastöðvar Kínverja á Kárshóli á Norðurlandi. Áhyggjur hafa komið fram um að hægt sé að nýta stöðina til fjarskiptanjósna. Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða - Vísir Talsmaður kínverska sendiráðsins segir að það hafi „tekið eftir“ ummælum fulltrúa ríkislögreglustjóra á ráðstefnunni þar sem hann hefði „ásakað og rægt“ Kína. „Við vorum agndofa yfir þeim, óánægð með þau og staðfastlega mótfallin þeim [e. opposed],“ segir í yfirlýsingunni sem birtist á vefsíðu sendiráðsins. Setji ekki fram stoðlausar ásakanir Því er ekki hafnað beinum orðum í yfirlýsingunni að Kínverjar stundi njósnir í Evrópu og Íslandi en talsmaðurinn segist hvetja „viðeigandi stofnanir“ til þess að láta af hroka og hleypidómum og stilla sig um að setja fram stoðlausar ásakanir og að dreifa kjaftasögum. Kína hafi hjálpað Íslandi að komast yfir afleiðingar efnahagshrunsins árið 2008 og stjórnvöld þar séu ákveðin í að efla vináttubönd og samvinnu við Ísland. Hvetur talsmaðurinn íslenskar stofnanir til þess að gæta sanngirni og að gera hluti sem bæti tengsl ríkjanna frekar en þá sem skaði þau.
Utanríkismál Kína Öryggis- og varnarmál Lögreglan Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira