„Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. mars 2025 07:02 Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri TBWA, segir íslensku bjartsýnina hafa snúist upp í andhverfu sína þegar teymið vann að alþjóðlegu auglýsingaherferðinni March forward - sem slegið hefur í gegn. Enda hófst verkefnavinnan haustið 2024 og síðan þá hefur heimsyndin vægast sagt snarbreyst. Vísir/Anton Brink Eitt af því sem gerir okkur alltaf jafn stolt og ánægð, eiginlega montin, er þegar útlöndin eru að skrifa um einhver afrek frá Íslandi. Sem gerist reyndar ótrúlega oft miðað við smæð samfélagsins. Og í þetta sinn hafa erlendir aðilar verið að skrifa um auglýsingaherferð sem íslenskt teymi á heiðurinn af. Umrædd herferð ber yfirskriftina March Forward og var unnin af auglýsingastofunni Pipar TBWA. Herferðinni var hleypt af stað á alþjóðlega baráttudegi kvenna þann 8.mars síðastliðinn, enda vel við hæfi því auglýsandinn er UN Women. Og skýringin á því að herferðin náði að fanga áhorfendur um allan heim og athygli erlendra fagaðila er hversu listilega vel það tekst í herferðinni að fanga þetta ótrúlega sorglega bakslag sem hefur orðið víða í heiminum í jafnréttisbaráttunni. Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri Pipar TBWA, segir í erlenda fagtímaritinu Adforum frá því hvernig hugmyndin kviknaði: „Herferðin er sprottin af hreinni gremju yfir því að horfa á framfarir hverfa. Við þurftum auðskilið myndefni – myndlíkingu sem er svo skýr að hver sem er, hvar sem er, gæti skilið hana á augabragði.“ Alls kyns flækjur Að vinna svona stórt alþjóðlegt verkefni er sannkölluð áskorun. „Við gerðum okkur alls enga grein fyrir því hvað við vorum að fara út í í upphafi. Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta og héldum að allt myndi einhvern veginn reddast,“ segir Selma. Því það sem kom auðvitað fljótt í ljós, er að það að vinna með svona mörgum löndum, með marga menningarheima og mörg tímabelti, var flókið og þar þurfti að huga að ótrúlega mörgum þáttum. „Sem dæmi fórum við í gegnum nokkrar útgáfur af vörumerki og „branding” fyrir verkefnið því það kom upp að eitthvað tákn eða einhver litur þýddi eitthvað annað og mögulega allt allt annað í sumum landanna.“ Efni herferðarinnar var hannað og unnið á Íslandi en síðan sent út til landsnefnda UN Women til notkunar. Með efninu fylgdi leiðbeiningabók fyrir verkefnið, sem Selma segir að hafa verið orðin að þykkum doðranti undir það síðasta. „Svo öll möguleg tilfelli væru til og tækluð, allir fasar verkefnisins vel útskýrðir og allir á sömu blaðsíðu með hvað við ætluðum að gera og það mikilvægasta að hver landsnefnd gæti verið sjálfbær um að starta herferðinni í sínu landi.“ Selma segir hugmyndina að March forward auglýsingaherferð UN Woman hafa sprottið upp frá þeirri gremju að bakslag væri svo sýnilegt víða í heiminum í jafnréttismálunum. Það á ekkert síður við Ísland því þótt konur séu í forsvari víðast hvar í samfélaginu í dag, hafa karlmenn löngum verið það án þess að nokkur hafi pælt í því.Vísir/Anton Brink Bakslagið Heimsmyndin sem hefur birst okkur síðustu vikur og mánuði er gjörbreytt miðað við það sem áður var. Selma viðurkennir að þessi breyting hafi vissulega haft áhrif á vinnslu verkefnisins. „Við hófum vinnu við verkefnið í haustbyrjun 2024, allir voru bjartsýnir því okkur fannst eitthvað svo augljóst að við myndum fá meðbyr í baráttunni okkar, það þyrfti bara að sýna fólki staðreyndirnar sem sýna að allt of víða hefur orðið bakslag,“ segir Selma en bætir við: Bjartsýnin breyttist í áhyggjur þegar nóvember gekk í garð og svo kom janúar og þá breyttist hreinlega heimurinn fyrir framan augun okkar. Ég þarf ekki að nefna það sérstaklega hér, við höfum öll séð þetta raungerast.“ Selma nefnir þó nokkur dæmi; „Mikilvæg verkefni hafa stoppað, réttindi hafa minnkað eða horfið og við búum í heimi sem er í raun lagður í einelti af fáum útvöldum sem valdið hafa. Þetta hafði auðvitað mikil og bein áhrif á okkar vinnu.“ Í ljósi þessa segir Selma heiminn sjálfan í raun hafa verið helstu áskorunina. „Heimsmyndin sem blasti við okkur við upphaf herferðar, var á engan hátt sama heimsmynd og þegar við byrjuðum vinnuna og fyrir okkur flæktist svo sú stóra mýta að jafnrétti sé náð hér á landi og annars staðar, eða sú skoðun að jafnrétti eigi hreinlega ekki við í þeirra landi.“ Herferðin á samt að lifa út árið 2025 og segir Selma erindi hennar sjaldan hafa átt meira við en nú. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að mæta þessu mótlæti tvíefld í baráttunni, sameinuð, sérstaklega menn fyrir konur og stúlkur og við Íslendingar öll sem þjóðin sem á að heita jafnréttisparadís. Fyrirmynd jafnréttis í heiminum.“ Eitt af því sem var svo flókið við auglýsingaherferðina var hvað það er margt ólíkt á milli samfélaga; tákn sem merkir eitthvað á einum stað getur þýtt eitthvað allt annað á öðrum stað og svo framvegis. Selma vildi gera herferð sem væri eins einföld í myndamáli og hægt væri.Vísir/Anton Brink Hvað gerðist hér? Selma segir mikla ábyrgð felast í því að vera í fararbroddi jafnréttis í heiminum. „Aðrar þjóðir líta upp til okkar og við verðum að standa vörð um okkar réttindi núna fyrir alla. Það er eiginlega engin önnur leið til að segja það. Og já, þó að í fyrsta skipti í sögunni séu bara konur í forsvari fyrir þjóðina og í stærstu og helstu embættum og ábyrgðarstöðum, þá er það einmitt einsdæmi og í fyrsta skipti. Það þýðir ekki að nú séum við búin að ganga of langt,“ segir Selma en bætir við: En hversu oft og lengi í sögunni hefur það verið á hinn veginn? Á sama tíma mælist í könnunum að ungu mennirnir okkar eru meira á móti konum í ábyrgðarstöðum heldur en kannski feður þeirra eða afar, og kynbundið ofbeldi er enn að aukast. Hvað gerðist hér?“ Því já; á Íslandi hefur mælst bakslag eins og víðast hvar annars staðar. Selma segir fólk oft ekki átta sig á því hversu mikið grettistak þarf til að jafnrétti náist. „Einhvern veginn virðist það vera gróið í vitundina víða um heim að jafnrétti sé bara eitthvað sem gerist af sjálfu sér, vaxi á trjám eða detti af himnum ofan eins og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi hefur oft sagt. En sagan sýnir okkur auðvitað að þetta er þrautalaus og ósérhlífin vinna sjálfboðaliða, grasrótar og annars baráttufólks.“ Selma telur marga upplifa UN Women sem stórt bákn. Það sé fjarri sanni. „UN Women eru ekki risastórt fyrirtæki með tugi manna í vinnu, eða ótakmarkað fjármagn, síður en svo. Ísland er sú landsnefnd sem sendir hæsta fjárframlag allra landsnefnda hvert ár. Það er eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera stolt af.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p3YhYIvZrTc">watch on YouTube</a> Ísland í stóru myndinni Ástæðan fyrir því að Pipar TBWA vann verkefnið er sú að stofan hefur áður unnið fyrir UN Women á Íslandi. Meðal annars herferðina Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur, sem Selma segir hafa farið mjög víða. Pipar TBWA vann líka auglýsinguna Afsakið vopnahlé, sem var birt í eitt skipti í Júróvision og hlaut á dögunum silfurverðlaun í flokki kvikmyndaðra auglýsinga – almannaheilla. Selma segir svona verkefni þó allt annars eðlis en hefðbundin herferð fyrir tiltekna vöru eða þjónustu. „Við vorum ekki bara að gera auglýsingu eða herferð. Við vorum að skapa hreyfingu, hreyfiafl út árið sem á að þrýsta á stjórnvöld og viðhorf fólks til jafnréttis. Herferðin sjálf var síðan farartæki til þess að koma hreyfingunni áfram og vonandi eignast hún á endanum sjálfstætt líf.“ Verkefni sem þetta segir Selma í raun ákveðin draum fyrir alla sem starfa í bransanum. Og mögulega skýringuna á því hvers vegna fólk velur auglýsingageirann sem sinn vettvang. „Stundum náum við að fegra heiminn með fallegri hönnun, en stundum koma svona verkefni og tækifæri þar sem við getum í raun og veru fegrað heiminn sjálfan, bætt hann og vonandi breytt honum til góðs.“ Hvað þarf helst að hafa í huga þegar auglýsingastofur taka að sér alþjóðlegt verkefni eins og þetta? „Í svona stórum verkefnum þarf aðallega að hafa í huga að plana það eins vel og hægt er en um leið vera viðbúin því að allt geti breyst hratt. Mjög hratt. Já og æðruleysi, því erfitt er að fjarstýra öllu sem birt er á þann hátt sem þú nákvæmlega vilt. Sem sagt sleppa líka takinu.“ Myndir þú hvetja íslenskar auglýsingastofur til að taka að sér svona stór alþjóðleg verkefni þegar þau bjóðast? „Ég get auðvitað ekki annað en hvatt aðrar stofur til þess að taka þátt í svona verkefnum, þau eru kannski ekki mörg á þessum skala, en ég veit að íslenskar stofur hafa verið mjög öflugar í því að aðstoða við svokölluð almannaheilla-verkefni hér á landi og satt best að segja þá er íslenskt hugvit og hönnun í auglýsingamennsku mjög framarlega í heiminum. Við eigum það til að miða okkur alltaf við það besta hverju sinni og sættum okkur ekki við miðjumoð.“ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Sjá meira
Og í þetta sinn hafa erlendir aðilar verið að skrifa um auglýsingaherferð sem íslenskt teymi á heiðurinn af. Umrædd herferð ber yfirskriftina March Forward og var unnin af auglýsingastofunni Pipar TBWA. Herferðinni var hleypt af stað á alþjóðlega baráttudegi kvenna þann 8.mars síðastliðinn, enda vel við hæfi því auglýsandinn er UN Women. Og skýringin á því að herferðin náði að fanga áhorfendur um allan heim og athygli erlendra fagaðila er hversu listilega vel það tekst í herferðinni að fanga þetta ótrúlega sorglega bakslag sem hefur orðið víða í heiminum í jafnréttisbaráttunni. Selma Rut Þorsteinsdóttir, yfirsköpunarstjóri Pipar TBWA, segir í erlenda fagtímaritinu Adforum frá því hvernig hugmyndin kviknaði: „Herferðin er sprottin af hreinni gremju yfir því að horfa á framfarir hverfa. Við þurftum auðskilið myndefni – myndlíkingu sem er svo skýr að hver sem er, hvar sem er, gæti skilið hana á augabragði.“ Alls kyns flækjur Að vinna svona stórt alþjóðlegt verkefni er sannkölluð áskorun. „Við gerðum okkur alls enga grein fyrir því hvað við vorum að fara út í í upphafi. Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta og héldum að allt myndi einhvern veginn reddast,“ segir Selma. Því það sem kom auðvitað fljótt í ljós, er að það að vinna með svona mörgum löndum, með marga menningarheima og mörg tímabelti, var flókið og þar þurfti að huga að ótrúlega mörgum þáttum. „Sem dæmi fórum við í gegnum nokkrar útgáfur af vörumerki og „branding” fyrir verkefnið því það kom upp að eitthvað tákn eða einhver litur þýddi eitthvað annað og mögulega allt allt annað í sumum landanna.“ Efni herferðarinnar var hannað og unnið á Íslandi en síðan sent út til landsnefnda UN Women til notkunar. Með efninu fylgdi leiðbeiningabók fyrir verkefnið, sem Selma segir að hafa verið orðin að þykkum doðranti undir það síðasta. „Svo öll möguleg tilfelli væru til og tækluð, allir fasar verkefnisins vel útskýrðir og allir á sömu blaðsíðu með hvað við ætluðum að gera og það mikilvægasta að hver landsnefnd gæti verið sjálfbær um að starta herferðinni í sínu landi.“ Selma segir hugmyndina að March forward auglýsingaherferð UN Woman hafa sprottið upp frá þeirri gremju að bakslag væri svo sýnilegt víða í heiminum í jafnréttismálunum. Það á ekkert síður við Ísland því þótt konur séu í forsvari víðast hvar í samfélaginu í dag, hafa karlmenn löngum verið það án þess að nokkur hafi pælt í því.Vísir/Anton Brink Bakslagið Heimsmyndin sem hefur birst okkur síðustu vikur og mánuði er gjörbreytt miðað við það sem áður var. Selma viðurkennir að þessi breyting hafi vissulega haft áhrif á vinnslu verkefnisins. „Við hófum vinnu við verkefnið í haustbyrjun 2024, allir voru bjartsýnir því okkur fannst eitthvað svo augljóst að við myndum fá meðbyr í baráttunni okkar, það þyrfti bara að sýna fólki staðreyndirnar sem sýna að allt of víða hefur orðið bakslag,“ segir Selma en bætir við: Bjartsýnin breyttist í áhyggjur þegar nóvember gekk í garð og svo kom janúar og þá breyttist hreinlega heimurinn fyrir framan augun okkar. Ég þarf ekki að nefna það sérstaklega hér, við höfum öll séð þetta raungerast.“ Selma nefnir þó nokkur dæmi; „Mikilvæg verkefni hafa stoppað, réttindi hafa minnkað eða horfið og við búum í heimi sem er í raun lagður í einelti af fáum útvöldum sem valdið hafa. Þetta hafði auðvitað mikil og bein áhrif á okkar vinnu.“ Í ljósi þessa segir Selma heiminn sjálfan í raun hafa verið helstu áskorunina. „Heimsmyndin sem blasti við okkur við upphaf herferðar, var á engan hátt sama heimsmynd og þegar við byrjuðum vinnuna og fyrir okkur flæktist svo sú stóra mýta að jafnrétti sé náð hér á landi og annars staðar, eða sú skoðun að jafnrétti eigi hreinlega ekki við í þeirra landi.“ Herferðin á samt að lifa út árið 2025 og segir Selma erindi hennar sjaldan hafa átt meira við en nú. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að mæta þessu mótlæti tvíefld í baráttunni, sameinuð, sérstaklega menn fyrir konur og stúlkur og við Íslendingar öll sem þjóðin sem á að heita jafnréttisparadís. Fyrirmynd jafnréttis í heiminum.“ Eitt af því sem var svo flókið við auglýsingaherferðina var hvað það er margt ólíkt á milli samfélaga; tákn sem merkir eitthvað á einum stað getur þýtt eitthvað allt annað á öðrum stað og svo framvegis. Selma vildi gera herferð sem væri eins einföld í myndamáli og hægt væri.Vísir/Anton Brink Hvað gerðist hér? Selma segir mikla ábyrgð felast í því að vera í fararbroddi jafnréttis í heiminum. „Aðrar þjóðir líta upp til okkar og við verðum að standa vörð um okkar réttindi núna fyrir alla. Það er eiginlega engin önnur leið til að segja það. Og já, þó að í fyrsta skipti í sögunni séu bara konur í forsvari fyrir þjóðina og í stærstu og helstu embættum og ábyrgðarstöðum, þá er það einmitt einsdæmi og í fyrsta skipti. Það þýðir ekki að nú séum við búin að ganga of langt,“ segir Selma en bætir við: En hversu oft og lengi í sögunni hefur það verið á hinn veginn? Á sama tíma mælist í könnunum að ungu mennirnir okkar eru meira á móti konum í ábyrgðarstöðum heldur en kannski feður þeirra eða afar, og kynbundið ofbeldi er enn að aukast. Hvað gerðist hér?“ Því já; á Íslandi hefur mælst bakslag eins og víðast hvar annars staðar. Selma segir fólk oft ekki átta sig á því hversu mikið grettistak þarf til að jafnrétti náist. „Einhvern veginn virðist það vera gróið í vitundina víða um heim að jafnrétti sé bara eitthvað sem gerist af sjálfu sér, vaxi á trjám eða detti af himnum ofan eins og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi hefur oft sagt. En sagan sýnir okkur auðvitað að þetta er þrautalaus og ósérhlífin vinna sjálfboðaliða, grasrótar og annars baráttufólks.“ Selma telur marga upplifa UN Women sem stórt bákn. Það sé fjarri sanni. „UN Women eru ekki risastórt fyrirtæki með tugi manna í vinnu, eða ótakmarkað fjármagn, síður en svo. Ísland er sú landsnefnd sem sendir hæsta fjárframlag allra landsnefnda hvert ár. Það er eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera stolt af.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=p3YhYIvZrTc">watch on YouTube</a> Ísland í stóru myndinni Ástæðan fyrir því að Pipar TBWA vann verkefnið er sú að stofan hefur áður unnið fyrir UN Women á Íslandi. Meðal annars herferðina Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur, sem Selma segir hafa farið mjög víða. Pipar TBWA vann líka auglýsinguna Afsakið vopnahlé, sem var birt í eitt skipti í Júróvision og hlaut á dögunum silfurverðlaun í flokki kvikmyndaðra auglýsinga – almannaheilla. Selma segir svona verkefni þó allt annars eðlis en hefðbundin herferð fyrir tiltekna vöru eða þjónustu. „Við vorum ekki bara að gera auglýsingu eða herferð. Við vorum að skapa hreyfingu, hreyfiafl út árið sem á að þrýsta á stjórnvöld og viðhorf fólks til jafnréttis. Herferðin sjálf var síðan farartæki til þess að koma hreyfingunni áfram og vonandi eignast hún á endanum sjálfstætt líf.“ Verkefni sem þetta segir Selma í raun ákveðin draum fyrir alla sem starfa í bransanum. Og mögulega skýringuna á því hvers vegna fólk velur auglýsingageirann sem sinn vettvang. „Stundum náum við að fegra heiminn með fallegri hönnun, en stundum koma svona verkefni og tækifæri þar sem við getum í raun og veru fegrað heiminn sjálfan, bætt hann og vonandi breytt honum til góðs.“ Hvað þarf helst að hafa í huga þegar auglýsingastofur taka að sér alþjóðlegt verkefni eins og þetta? „Í svona stórum verkefnum þarf aðallega að hafa í huga að plana það eins vel og hægt er en um leið vera viðbúin því að allt geti breyst hratt. Mjög hratt. Já og æðruleysi, því erfitt er að fjarstýra öllu sem birt er á þann hátt sem þú nákvæmlega vilt. Sem sagt sleppa líka takinu.“ Myndir þú hvetja íslenskar auglýsingastofur til að taka að sér svona stór alþjóðleg verkefni þegar þau bjóðast? „Ég get auðvitað ekki annað en hvatt aðrar stofur til þess að taka þátt í svona verkefnum, þau eru kannski ekki mörg á þessum skala, en ég veit að íslenskar stofur hafa verið mjög öflugar í því að aðstoða við svokölluð almannaheilla-verkefni hér á landi og satt best að segja þá er íslenskt hugvit og hönnun í auglýsingamennsku mjög framarlega í heiminum. Við eigum það til að miða okkur alltaf við það besta hverju sinni og sættum okkur ekki við miðjumoð.“
Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01 „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01 „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Sjá meira
„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“ „Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til. 20. mars 2023 07:01
„Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ „Covid skall harkalega á New York og ég viðurkenni að það var mjög óhugnanlegt að vera í New York þá,“ segir Sigurður Oddsson hönnunarstjóri Aton þegar hann rifjar upp heimsfaraldurinn. 13. janúar 2025 07:01
„Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær“ „Þegar ég flutti heim úr námi fannst mér ég vera frábær og hélt að öll fyrirtæki Íslands biðu spennt eftir að fá mig heim. En það varð ekki alveg raunin,“ segir Sigríður Theódóra Pétursdóttir framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg í léttum dúr. 7. september 2022 08:00
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01
Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ „Það er gott að eiga góða konu til dæmis,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson sem þrátt fyrir fullan skilning á ritstjórnarvaldi blaðamannsins, getur ekki setið á sér að stinga upp á nokkrum góðum fyrirsögnum. 10. nóvember 2024 08:01