„Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. mars 2025 07:02 Álfgrímur sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Ljósmynd/Bryndís Magnúsdóttir Álfgrímur Aðalsteinsson, tónlistarmaður, flugfreyja og sviðslistanemi, segir móðurmissi hafa mótað hann mest. Hann gaf nýverið út nýtt lag, segir það fyrsta sem hann gera á morgnana vera að borða og segist ekki mæla með því að horfa á My Sisters Keepers í flugi. Álfgrímur útskrifast úr Listaháskóla Íslands sem sviðshöfundur í vor og hefur samhliða því verið að gefa út tónlist undir listamannanafninu BLOSSI. Nýverið gaf hann út lagið Milli stjarnanna og segir enn meiri tónlist í vinnslu. Álfgrímur sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Ljósmynd/Saga Sig Fullt nafn? Álfgrímur Aðalsteinsson Aldur? 28 ára Starf? Ég starfa sem flugfreyja hjá Icelandair og er einnig sjálfstætt starfandi listamaður. Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur því að mínu mati er það fallegra orð á íslensku og kvennastarf sem ég heillaðist að sem barn. Konur eru flugmenn og flugstjórar, og ég er flugfreyja. Fjölskylduhagir? Einhleypur og æðislegur. Lýstu sjálfum þér í þremur orðum: Drífandi, skapandi, stemningsmaður Álfgrímur starfar sem flugþjónn hjá Icelandair. Hvað er á döfinni? Útskrifast úr Listaháskóla Íslands, gera meiri tónlist og fljúga heimshornanna á milli samhliða því. Þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga góða að, fjölskyldu og vini sem hafa alltaf stutt mig í einu og öllu. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Að gera eitthvað stórkostlega skemmtilegt, kannski einhversstaðar þar sem loftslagið er meira spennandi en á fróninu fagra. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ætli maður verði ekki að prófa fallhlífarstökk? Ómögulegt að gera öllum til geðs Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er líklega að reyna ekki að gera öllum til geðs…það er ómögulegt og í raun ekki þess virði. Það hefur tekið mig tíma að átta mig á því og að treysta því að allt sé eins og það á að vera. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er að ég missti mömmu mína þegar ég var 7 ára. Ég lærði líka snemma að heimurinn er flókinn og að það geta fylgt margar áskoranir því að passa ekki í þá kassa sem samfélagið býður upp á. Þessar áskoranir hafa þó gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Til að ná alvöru slökun þarf ég helst að flýja Reykjavík og gera ekki neitt í nokkra daga. Uppskrift að drauma sunnudegi? Einhver æðislegur bröns, fara svo og gera góð kaup í góða hirðinum, kannski sund með góðum vinum og bragðarefur í kvöldmatinn. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið mitt. Fallegasti staður á landinu? Dyrhólaey. En í heiminum? Hef ekki komið til Suður Afríku en fæ á tilfinninguna að staðurinn sé þar eða í Brasilíu, þarf að fara þangað! Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Borða! Er alltaf að deyja úr hungri þegar ég vakna. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skrolla í símanum, sem er hræðilegur ávani svo ég fæ samviskubit yfir því en held samt áfram mun lengur en ég kæri mig um þangað til ég næ loksins að hætta í símanum til þess að fara að sofa. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Hreyfi mig daglega og hef hveitið og sykurinn spari. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugfreyja! Rína, Álgfrímur og Anna María í flugi í desember. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Bara í þessari viku asnaðist ég til þess að horfa á myndina My sisters keeper í flugvél. Mæli með myndinni en ekki aðstæðunum sem ég var í. Ertu A eða B týpa? A Uppáhalds matur? Humar tempura Hvað veitir þér innblástur? Ég fylgist mikið með því sem er að gerast í þessum heimi og sæki til að mynda mikinn innblástur í tísku og tónlistarmyndbönd og soga í mig hugmyndir sem kveikja eitthvað skapandi innra með mér. Ég heillast mikið að fólki sem þorir að vera það sjálft. Stundum kemur innblásturinn líka frá minningum eða bara einföldum augnablikum eða setningum sem fólk lætur út úr sér. Væri til í að stjórna tímanum Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og spænsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já þetta vita örfáir en ég á nefflautu sem ég dreg gjarnan fram úr pússi mínu, sem iðulega vekur mikla hrifningu. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að stjórna tímanum. Eins og Hermione gat gert í Harry Potter. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? það stendur “Omg!” Draumabíllinn þinn? Mercedes Benz G-Class, eins og Kylie Jenner á. Hælar eða strigaskór? Hælar. Fyrsti kossinn? Við bestu vinkonu mína í 4. bekk. Óttastu eitthvað? Ég er dauðhræddur við geitunga. Hvað ertu að hámhorfa á? Hef ekki verið nógu agaður við sjónvarpsglápið undanfarið, ég sofna alltaf, er búinn að horfa á einn á hálfan þátt af White Lotus. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Öll lög með Britney Spears. Hin hliðin Tengdar fréttir Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00 „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 21. janúar 2025 07:02 „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira
Álfgrímur útskrifast úr Listaháskóla Íslands sem sviðshöfundur í vor og hefur samhliða því verið að gefa út tónlist undir listamannanafninu BLOSSI. Nýverið gaf hann út lagið Milli stjarnanna og segir enn meiri tónlist í vinnslu. Álfgrímur sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Ljósmynd/Saga Sig Fullt nafn? Álfgrímur Aðalsteinsson Aldur? 28 ára Starf? Ég starfa sem flugfreyja hjá Icelandair og er einnig sjálfstætt starfandi listamaður. Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur því að mínu mati er það fallegra orð á íslensku og kvennastarf sem ég heillaðist að sem barn. Konur eru flugmenn og flugstjórar, og ég er flugfreyja. Fjölskylduhagir? Einhleypur og æðislegur. Lýstu sjálfum þér í þremur orðum: Drífandi, skapandi, stemningsmaður Álfgrímur starfar sem flugþjónn hjá Icelandair. Hvað er á döfinni? Útskrifast úr Listaháskóla Íslands, gera meiri tónlist og fljúga heimshornanna á milli samhliða því. Þín mesta gæfa í lífinu? Að eiga góða að, fjölskyldu og vini sem hafa alltaf stutt mig í einu og öllu. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Að gera eitthvað stórkostlega skemmtilegt, kannski einhversstaðar þar sem loftslagið er meira spennandi en á fróninu fagra. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ætli maður verði ekki að prófa fallhlífarstökk? Ómögulegt að gera öllum til geðs Besta heilræði sem þú hefur fengið? Besta heilræðið sem ég hef fengið er líklega að reyna ekki að gera öllum til geðs…það er ómögulegt og í raun ekki þess virði. Það hefur tekið mig tíma að átta mig á því og að treysta því að allt sé eins og það á að vera. Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest er að ég missti mömmu mína þegar ég var 7 ára. Ég lærði líka snemma að heimurinn er flókinn og að það geta fylgt margar áskoranir því að passa ekki í þá kassa sem samfélagið býður upp á. Þessar áskoranir hafa þó gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Til að ná alvöru slökun þarf ég helst að flýja Reykjavík og gera ekki neitt í nokkra daga. Uppskrift að drauma sunnudegi? Einhver æðislegur bröns, fara svo og gera góð kaup í góða hirðinum, kannski sund með góðum vinum og bragðarefur í kvöldmatinn. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Eldhúsið mitt. Fallegasti staður á landinu? Dyrhólaey. En í heiminum? Hef ekki komið til Suður Afríku en fæ á tilfinninguna að staðurinn sé þar eða í Brasilíu, þarf að fara þangað! Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Borða! Er alltaf að deyja úr hungri þegar ég vakna. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Skrolla í símanum, sem er hræðilegur ávani svo ég fæ samviskubit yfir því en held samt áfram mun lengur en ég kæri mig um þangað til ég næ loksins að hætta í símanum til þess að fara að sofa. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Hreyfi mig daglega og hef hveitið og sykurinn spari. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Flugfreyja! Rína, Álgfrímur og Anna María í flugi í desember. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Bara í þessari viku asnaðist ég til þess að horfa á myndina My sisters keeper í flugvél. Mæli með myndinni en ekki aðstæðunum sem ég var í. Ertu A eða B týpa? A Uppáhalds matur? Humar tempura Hvað veitir þér innblástur? Ég fylgist mikið með því sem er að gerast í þessum heimi og sæki til að mynda mikinn innblástur í tísku og tónlistarmyndbönd og soga í mig hugmyndir sem kveikja eitthvað skapandi innra með mér. Ég heillast mikið að fólki sem þorir að vera það sjálft. Stundum kemur innblásturinn líka frá minningum eða bara einföldum augnablikum eða setningum sem fólk lætur út úr sér. Væri til í að stjórna tímanum Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku og spænsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já þetta vita örfáir en ég á nefflautu sem ég dreg gjarnan fram úr pússi mínu, sem iðulega vekur mikla hrifningu. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Að stjórna tímanum. Eins og Hermione gat gert í Harry Potter. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? það stendur “Omg!” Draumabíllinn þinn? Mercedes Benz G-Class, eins og Kylie Jenner á. Hælar eða strigaskór? Hælar. Fyrsti kossinn? Við bestu vinkonu mína í 4. bekk. Óttastu eitthvað? Ég er dauðhræddur við geitunga. Hvað ertu að hámhorfa á? Hef ekki verið nógu agaður við sjónvarpsglápið undanfarið, ég sofna alltaf, er búinn að horfa á einn á hálfan þátt af White Lotus. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Öll lög með Britney Spears.
Hin hliðin Tengdar fréttir Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00 „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 21. janúar 2025 07:02 „Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03 Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Sjá meira
Æskudraumurinn varð að veruleika „Ég óttast ekkert og síst af öllu árangur. Því fyrr sem maður hættir að óttast hluti og fylgir hjartanu, þá nær maður markmiðunum sínum fyrr,“ segir tónlistarmaðurinn og læknirinn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem Doctor Victor. 30. desember 2024 07:00
„Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ „Fólkið sem er í mínu lífi, ég dýrka að sjá því ganga vel, gera nýja hluti og sjá hvað þau eru að ná langt! Hvetur mann alltaf til að gera betur,“segir hin 39 ára útvarpskona, Kristín Ruth Jónsdóttir, spurð hvað veiti henni innblástur í lífinu. 21. janúar 2025 07:02
„Ég átti mér draum um að vinna á ruslabíl“ Skagamaðurinn Arnþór Ingi Kristinsson, verslunareigandi og tónlistarmaður, lýsir sjálfum sér sem rólegum, jákvæðum og athyglissjúkum. Hann er fyrrverandi knattspyrnumaður en hefur nú alfarið snúið sér að versunarrekstri og tónlistarferlinum. 25. október 2024 07:03