Innlent

Vendingar í nýrri könnun, fjöl­skyldu hótað og vor­boði

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins á ný samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Í fyrsta sinn í rúm tvö ár mælist hann stærri en Samfylking. Við rýnum í glænýja könnun í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Meðferð heimilisofbeldismála er of handahófskennd innan dómskerfis að mati talskonu Stígamóta. Við fjöllum um málið en hún segir þetta geta haft þær afleiðingar að brotaþolar sæki sér réttlæti með öðrum leiðum.

Aðstandendur þeirra sem hafa látist úr fíknisjúkdómum munu í kvöld leggja rósir að Alþingishúsinu. Við verðum í beinni frá minningarstund þeirra.

Þá fylgist Kristján Már með lokahnykk trjáfellinga í Öskjuhlíð, við kynnum okkur óánægju með niðurrif Þingborgar og kíkjum á krúttlega vorboða í Húsdýragarðinum.

Auk þess heyrum við í knattspyrnumanninum Arnóri Sigurðssyni sem berast hótanir gagnvart fjölskyldu sinni eftir skipti til Malmö í Svíþjóð og í Íslandi í dag kynnumst við hjúkrunarfræðingnum Viktori og heyrum sögu hans af fjölmörgum fegrunaraðgerðum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 26. mars 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×