Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. mars 2025 09:45 Ingiríður krónprinsessa með foreldrum sínum. EPA-EFE/Lise Åserud Ingiríður Alexandra Noregsprinsessa fer í fyrsta sinn með sérstakt hlutverk í opinberri heimsókn í apríl þegar Halla Tómasdóttir forseti Íslands mætir til Noregs. Hún er 21 árs gömul en hennar fyrsta opinbera heimsókn var einmitt til Íslands þegar hún var ungabarn. Frá þessu greinir norski miðillinn VG. Ingiríður er dóttir Hákons krónprinsar og því framtíðar erfingi krúnunnar. Í frétt miðilsins segir að Haraldur konungur, Hákon krónprins og Ingiríður muni taka á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni þegar þau mæta til Noregs í opinbera heimsókn 8. til 10. apríl næstkomandi. Auk þeirra munu Sonja drottning og Mette-Marit krónprinsessa verða viðstaddar. Ingiríður Alexandra er eins og áður segir 21 árs og gegnir nú herskyldu í Troms sýslu í norðurhluta Noregs. Hún hefur dvalið á Skjold herstöðinni síðan í janúar. Fram kemur í frétt VG að opinberar heimsóknir séu einar þær mikilvægustu í samskiptum ríkja og því sé um mikil tímamót fyrir Ingiríði að ræða. Hélt í höndina á Dorrit Fram kemur að tekið verði á móti forsetahjónunum í konungshöllinni í Osló. Gengið verði um garðinn, forsetahjónunum svo boðinn hádegisverður. Um kvöldið verði galakvöldverður og mun Ingiríður mæta á alla viðburði. Ingiríður mætti fyrst til Íslands þegar hún var fimm mánaða gömul í júní árið 2004. Norska ríkisútvarpið birtir meðal annars mynd frá þessum tíma þar sem má sjá Ingiríði sem ungabarn á mynd með foreldrum sínum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff. Sú litla hélt í fingur Dorritar á myndinni. Fram kemur í frétt NRK að Ingiríður ljúki brátt herskyldu sinni í norðurhluta Noregs. Ekki sé vitað hvað hún muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Kóngafólk Noregur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Frá þessu greinir norski miðillinn VG. Ingiríður er dóttir Hákons krónprinsar og því framtíðar erfingi krúnunnar. Í frétt miðilsins segir að Haraldur konungur, Hákon krónprins og Ingiríður muni taka á móti Höllu og eiginmanni hennar Birni Skúlasyni þegar þau mæta til Noregs í opinbera heimsókn 8. til 10. apríl næstkomandi. Auk þeirra munu Sonja drottning og Mette-Marit krónprinsessa verða viðstaddar. Ingiríður Alexandra er eins og áður segir 21 árs og gegnir nú herskyldu í Troms sýslu í norðurhluta Noregs. Hún hefur dvalið á Skjold herstöðinni síðan í janúar. Fram kemur í frétt VG að opinberar heimsóknir séu einar þær mikilvægustu í samskiptum ríkja og því sé um mikil tímamót fyrir Ingiríði að ræða. Hélt í höndina á Dorrit Fram kemur að tekið verði á móti forsetahjónunum í konungshöllinni í Osló. Gengið verði um garðinn, forsetahjónunum svo boðinn hádegisverður. Um kvöldið verði galakvöldverður og mun Ingiríður mæta á alla viðburði. Ingiríður mætti fyrst til Íslands þegar hún var fimm mánaða gömul í júní árið 2004. Norska ríkisútvarpið birtir meðal annars mynd frá þessum tíma þar sem má sjá Ingiríði sem ungabarn á mynd með foreldrum sínum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta Íslands og eiginkonu hans Dorrit Moussaieff. Sú litla hélt í fingur Dorritar á myndinni. Fram kemur í frétt NRK að Ingiríður ljúki brátt herskyldu sinni í norðurhluta Noregs. Ekki sé vitað hvað hún muni taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Kóngafólk Noregur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira