Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun