„Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2025 17:06 Björn Berg Gunnarsson fagnar umræðunni um sparnað. Vísir/Vilhelm Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi segist reikna með því að ætli einstaklingar sér að setjast snemma í helgan stein sé raunhæft að gera ráð fyrir því að til þess þurfi að eiga nokkur hundruð milljónir króna. Hann segir umræðuna ekki nýja af nálinni og segist reglulega hitta agað ungt fólk sem hafi efni á að kaupa sér íbúð. Tilefnið er Ísland í dag þar sem rætt var við Írisi Líf Stefánsdóttur. Hún er 24 ára og ætlar að setjast í helgan stein fyrir þrítugt. Hún sagði í þættinum að níutíu prósent Íslendinga gætu tileinkað sér þennan lífsstíl sem hún sagðist fyrst og fremst snúast um valfrelsi. Í hennar tilviki snerist það um að hætta að vinna. Björn Berg ræddi málin við Reykjavík síðdegis en sendi Vísi einnig skrifleg svör um raunhæfar tölur í þessum efnum. Þarf verulega háa fjárhæð „Þetta er alveg rétt hjá henni, en það þarf verulega háa fjárhæð í þetta ef fólk ætlar að vera alveg tekjulaust. Vandamálið við að áætla þetta er að það er svo misjafnt hvað fólk þarf miklar tekjur á mánuði til að lifa,“ skrifar Björn Berg í svari til Vísis. Hann segir skuldlausan einstæðing kannski geta komist upp með 200 til 300 þúsund króna nettótekjur á mánuði með einföldum lífsstíl. Stór fjölskylda sme ætli að ferðast, eiga bíl og leyfa sér ýmislegt þyrfti hinsvegar að margfalda þá fjárhæð. „Ég tók dæmi í þættinum um að ef fólk ætlar að éta upp 100 milljónir króna á 35 árum, með 3,5 prósent ávöxtun væru tekjurnar tæpar 300 þúsund krónur á mánuði, mínus fjármagnstekjuskattur. Ég reikna því með að við værum alltaf að tala um nokkur hundruð milljónir ef það á að vera raunhæft að hætta alveg að vinna.“ Björn segir hugmyndafræðina ekki nýja af nálinni. Fjöldi fólks hafi gert þetta svo árum skipti út um allan heim, gaman sé að sjá hvað þetta vekji mikla athygli nú. Alltaf að hitta krakka sem geta eignast íbúð Björn ræðir í Reykjavík síðdegis um fullyrðingu Írisar um að níutíu prósent þjóðarinnar geti farið sömu leið. Hann segist ekki hafa séð neinar akút tölur um slíkt en það sé alveg ljóst að þetta snúist allt um það hvenær slík vegferð byrji. „Því svo tekur lífið við og ýmsar aðstæður. Það sem er svo mikilvægt er að þessi umræða, þetta á að vera umræða sem foreldrar eiga að vera að hlusta á. Þetta er fyrir foreldrana,“ útskýrir Björn meðal annars í þættinum. Húsnæðislán fólks sé risabreytan í heimilisfjármálunum og stór hluti þjóðarinnar eigi í fullu fangi við að lifa eðlilegu lífi og borga af lánunum sínum og koma sér á betri stað fjárhagslega nema yfir mjög langan tíma. „En ef við erum að hugsa um það: Er það raunhæft að krakki sem hlustar á þetta, er að velta þessu fyrir sér, geti komið sér á þennan stað við þrítugt, mér finnst það bara alls ekkert ólíklegt ef ákveðinni aðferðafræði er fylgt. Ef við leggjum meira upp úr því og áttum okkur enn frekar á því hversu mikil verðmæti fylgja því að geta unnið en búið heima hjá mömmu og pabba.“ Björn segir í Reykjavík síðdegis að hann sé alltaf að hitta unga krakka sem geti keypt sér íbúð. Þau eigi það sameiginlegt að vinna mikið með skóla, búa heima hjá foreldrum og eyða engu þannig að þau séu jafnvel að leggja fyrir um 400 til 500 þúsund krónur á mánuði. „Þetta eru krakkar sem eru komnir með tuttugu milljónir í eigið fé eftir fjögur ár til þess að geta keypt sér fína íbúð án þess að þurfa að vera veðsettur upp í rjáfur, geta þá unnið hratt á því láni og ef þessu er fylgt, þetta er gert þá held ég að þetta sé raunhæft, já.“ Björn tekur fram í þættinum líkt og í svörum sínum til Vísis að um verulegar fjárhæðir séu að ræða ætli fólk sér að setjast snemma í helgan stein. Fólk sem komi sér á slíkan stað þurfi að venjast því að eyða litlu. Á þessu séu þó mörk og nefnir Björn húsnæðislánin, margir séu einfaldlega með slík lán og þá sé ekki hægt að segja við þau að spara meira. Ýmislegt á bannlista Björns Talið berst í Reykjavík síðdegis að orðum Írisar í Íslandi í dag þar sem hún tekur fram að bílalán séu meðal annars á bannlista hjá henni. Björn segist algjörlega til í að kvitta upp á það. Hann sé sjálfur með ýmislegt á bannlista. „Aldrei dreifa greiðslum á neinu. Það eru hugsanlega tvær undantekningar, að sjálfsögðu húsnæðið okkar og mögulega hugsanlega námið, en helst ekki taka námslán. Fyrir allt annað, aldrei dreifa neinum greiðslum, aldrei taka lán fyrir neinu, engin bílalán, engin dreifing á greiðslukortum, enginn yfirdráttur, ekkert slíkt.“ Hann segist heldur ekki myndu leyfa sér hvatvísiskaup og hvetur fólk til þess að leyfa hlutunum að dvelja í dag í körfunni þegar það kaupir hluti á netinu. Auk þess sé sniðugt að máta hlutina í verslunum og bíða svo aðeins með að kaupa þá. Þá eru veðmál og happdrætti líka á bannlista Björns. „Þetta myndi ég kenna börnunum mínum. Þú ert bara að styrkja aðra með því að gera þetta. Í heildina erum við að tapa stórfé á þessu. Við eigum eingöngu að líta á þetta sem styrki. Ef þú vilt styrkja Háskóla Íslands, ef þú vilt styrkja íþróttastarf í landinu, ef þú vilt styrkja eistneskt veðmálafyrirtæki, þú þarft að horfa á þetta sem styrk. Því þú ert ekki að fara að vinna. Það verður enginn ríkur á þessu. Þannig ég myndi banna veðmál og allt slíkt, banna þessi neyslulán. Hjá mér, ég er ekki að fara að leggja til að það verði settar einhverjar reglur hérna en þannig myndi ég hafa það á mínu heimili.“ Fjármál heimilisins Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Tilefnið er Ísland í dag þar sem rætt var við Írisi Líf Stefánsdóttur. Hún er 24 ára og ætlar að setjast í helgan stein fyrir þrítugt. Hún sagði í þættinum að níutíu prósent Íslendinga gætu tileinkað sér þennan lífsstíl sem hún sagðist fyrst og fremst snúast um valfrelsi. Í hennar tilviki snerist það um að hætta að vinna. Björn Berg ræddi málin við Reykjavík síðdegis en sendi Vísi einnig skrifleg svör um raunhæfar tölur í þessum efnum. Þarf verulega háa fjárhæð „Þetta er alveg rétt hjá henni, en það þarf verulega háa fjárhæð í þetta ef fólk ætlar að vera alveg tekjulaust. Vandamálið við að áætla þetta er að það er svo misjafnt hvað fólk þarf miklar tekjur á mánuði til að lifa,“ skrifar Björn Berg í svari til Vísis. Hann segir skuldlausan einstæðing kannski geta komist upp með 200 til 300 þúsund króna nettótekjur á mánuði með einföldum lífsstíl. Stór fjölskylda sme ætli að ferðast, eiga bíl og leyfa sér ýmislegt þyrfti hinsvegar að margfalda þá fjárhæð. „Ég tók dæmi í þættinum um að ef fólk ætlar að éta upp 100 milljónir króna á 35 árum, með 3,5 prósent ávöxtun væru tekjurnar tæpar 300 þúsund krónur á mánuði, mínus fjármagnstekjuskattur. Ég reikna því með að við værum alltaf að tala um nokkur hundruð milljónir ef það á að vera raunhæft að hætta alveg að vinna.“ Björn segir hugmyndafræðina ekki nýja af nálinni. Fjöldi fólks hafi gert þetta svo árum skipti út um allan heim, gaman sé að sjá hvað þetta vekji mikla athygli nú. Alltaf að hitta krakka sem geta eignast íbúð Björn ræðir í Reykjavík síðdegis um fullyrðingu Írisar um að níutíu prósent þjóðarinnar geti farið sömu leið. Hann segist ekki hafa séð neinar akút tölur um slíkt en það sé alveg ljóst að þetta snúist allt um það hvenær slík vegferð byrji. „Því svo tekur lífið við og ýmsar aðstæður. Það sem er svo mikilvægt er að þessi umræða, þetta á að vera umræða sem foreldrar eiga að vera að hlusta á. Þetta er fyrir foreldrana,“ útskýrir Björn meðal annars í þættinum. Húsnæðislán fólks sé risabreytan í heimilisfjármálunum og stór hluti þjóðarinnar eigi í fullu fangi við að lifa eðlilegu lífi og borga af lánunum sínum og koma sér á betri stað fjárhagslega nema yfir mjög langan tíma. „En ef við erum að hugsa um það: Er það raunhæft að krakki sem hlustar á þetta, er að velta þessu fyrir sér, geti komið sér á þennan stað við þrítugt, mér finnst það bara alls ekkert ólíklegt ef ákveðinni aðferðafræði er fylgt. Ef við leggjum meira upp úr því og áttum okkur enn frekar á því hversu mikil verðmæti fylgja því að geta unnið en búið heima hjá mömmu og pabba.“ Björn segir í Reykjavík síðdegis að hann sé alltaf að hitta unga krakka sem geti keypt sér íbúð. Þau eigi það sameiginlegt að vinna mikið með skóla, búa heima hjá foreldrum og eyða engu þannig að þau séu jafnvel að leggja fyrir um 400 til 500 þúsund krónur á mánuði. „Þetta eru krakkar sem eru komnir með tuttugu milljónir í eigið fé eftir fjögur ár til þess að geta keypt sér fína íbúð án þess að þurfa að vera veðsettur upp í rjáfur, geta þá unnið hratt á því láni og ef þessu er fylgt, þetta er gert þá held ég að þetta sé raunhæft, já.“ Björn tekur fram í þættinum líkt og í svörum sínum til Vísis að um verulegar fjárhæðir séu að ræða ætli fólk sér að setjast snemma í helgan stein. Fólk sem komi sér á slíkan stað þurfi að venjast því að eyða litlu. Á þessu séu þó mörk og nefnir Björn húsnæðislánin, margir séu einfaldlega með slík lán og þá sé ekki hægt að segja við þau að spara meira. Ýmislegt á bannlista Björns Talið berst í Reykjavík síðdegis að orðum Írisar í Íslandi í dag þar sem hún tekur fram að bílalán séu meðal annars á bannlista hjá henni. Björn segist algjörlega til í að kvitta upp á það. Hann sé sjálfur með ýmislegt á bannlista. „Aldrei dreifa greiðslum á neinu. Það eru hugsanlega tvær undantekningar, að sjálfsögðu húsnæðið okkar og mögulega hugsanlega námið, en helst ekki taka námslán. Fyrir allt annað, aldrei dreifa neinum greiðslum, aldrei taka lán fyrir neinu, engin bílalán, engin dreifing á greiðslukortum, enginn yfirdráttur, ekkert slíkt.“ Hann segist heldur ekki myndu leyfa sér hvatvísiskaup og hvetur fólk til þess að leyfa hlutunum að dvelja í dag í körfunni þegar það kaupir hluti á netinu. Auk þess sé sniðugt að máta hlutina í verslunum og bíða svo aðeins með að kaupa þá. Þá eru veðmál og happdrætti líka á bannlista Björns. „Þetta myndi ég kenna börnunum mínum. Þú ert bara að styrkja aðra með því að gera þetta. Í heildina erum við að tapa stórfé á þessu. Við eigum eingöngu að líta á þetta sem styrki. Ef þú vilt styrkja Háskóla Íslands, ef þú vilt styrkja íþróttastarf í landinu, ef þú vilt styrkja eistneskt veðmálafyrirtæki, þú þarft að horfa á þetta sem styrk. Því þú ert ekki að fara að vinna. Það verður enginn ríkur á þessu. Þannig ég myndi banna veðmál og allt slíkt, banna þessi neyslulán. Hjá mér, ég er ekki að fara að leggja til að það verði settar einhverjar reglur hérna en þannig myndi ég hafa það á mínu heimili.“
Fjármál heimilisins Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira