First Water klárar um sex milljarða hlutafjáraukningu frá innlendum fjárfestum

Eftir að hafa lokið núna hlutafjáraukningu upp á nærri sex milljarða króna, leidd af núverandi hluthöfum, hefur landeldisfyrirtækið First Water sótt sér samtals um 24 milljarða í hlutafé frá innlendum fjárfestum á allra síðustu árum. Til stóð að ganga frá umtalsverðri fjármögnun frá erlendum sjóðum á fyrri hluta þessa árs, með aðstoð fjárfestingabankans Lazard, en ljóst er að einhver bið verður á aðkomu þeirra að félaginu.
Tengdar fréttir

LIVE fjárfesti fyrir 1,5 milljarð í First Water og fer með sex prósenta hlut
Lífeyrissjóður verslunarmanna fjárfesti fyrir 1,5 milljarða króna með beinum hætti í landeldinu First Water þegar fiskeldið kláraði stórt hlutfjárútboð í fyrra og var þá verðmetið á liðlega 25 milljarða. Stjórnarformaður sjóðsins, næst stærsti lífeyrissjóður landsins, kallar eftir því að settur verði aukinn kraft í greiningu vænlegra innviðafjárfestinga svo hægt sé að virkja sem fyrst tækifærin sem bíða á því sviði.