„Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 11:31 Lamine Yamal fagnar eftir að hafa skorað í framlengingu gegn Hollandi í fyrrakvöld. Getty/David Aliaga Spænska ungstirnið Lamine Yamal togaði stuttbuxurnar sínar aðeins niður eftir sigurinn gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fyrrakvöld, til að skjóta á Hollendinginn Rafael van der Vaart. Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart. Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Van der Vaart, sem er fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Tottenham, hefur tekið að sér hlutverk sparkspekings eftir að ferlinum lauk. Eftir fyrri leik einvígis Spánar og Hollands, sem fór 2-2 í Rotterdam, setti hann út á látbragð Yamal sem þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára er kominn í stórt hlutverk hjá Barcelona og Evrópumeisturum Spánar. Ekki hrifinn af látbragðinu „Ég sé hluti sem að angra mig svolítið. Buxurnar aðeins neðar, ekki að leggja sig mikið fram, svolítið yfirborðskennt látbragð,“ sagði Van der Vaart og bætti við: „Þá hugsar maður með sér: Ef þú ert svona ungur þá ættir þú að vera ánægður með hverja mínútu sem þú færð að spila fyrir spænska landsliðið. Það skiptir ekki máli hversu góður þú ert, á þessum aldri þarftu að sanna það hverja mínútu í hverjum leik.“ Yamal skoraði svo í framlengingu í 3-3 jafntefli í seinni leiknum og ekki kom að sök þó að hann klikkaði á sínu víti í vítaspyrnukeppninni því Spánn vann og komst í undanúrslitin sem fram fara í júní. Yamal birti svo mynd af sér eftir leik, með stuttbuxurnar neðar en vanalega, ásamt skjáskoti af Van der Vaart og skrifaði: „Stuttbuxurnar niðri, mark, víti sem klikkaði og INN Í UNDANÚRSLITIN, ÁFRAM SPÁNN!“ Lamine Yamal birti þessa mynd á Instagram, þar sem sést hvernig hann togaði buxurnar niður eftir sigurinn gegn Hollandi. Rafael van der Vaart, sem Yamal hafði með á myndinni, hafði sett út á það að Yamal væri með buxurnar of neðarlega.Skjáskot/@lamineyamal Hætta á að menn haldi að heimurinn snúist í kringum þá Hollendingurinn lét þetta ekki slá sig út af laginu og sagði við Ziggo Sports að mun meira hefði verið gert úr ummælum sínum en tilefni hefði verið til: „Ég myndi veita honum það ráð að vera ekki að pæla í því sem aðeins of feitur, fyrrverandi leikmaður segir. Það skiptir engu máli. Ég meina vel. Þegar menn eru 17 ára og fá svona mikið hrós þá fara þeir að halda að heimurinn snúist í kringum þá. Við höfum öll verið þar en heimurinn snýst ekkert í kringum mann. Fótbolti er skemmtilegur en ekki mikilvægur. Ef þú heldur að þú sért Guð þá verður þú ekki eins skemmtileg manneskja,“ sagði Van der Vaart.
Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira