Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2025 08:02 Eli Dasa er fyrirliði Ísraels og leikmaður Dinamo Moskvu í Rússlandi. NTB/Fredrik Varfjell Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Martin Ödegaard og fleiri í norska liðinu hafa tjáð sig í aðdraganda leiksins um hvernig það sé að mæta Ísraelsmönnum, vitandi af þeim tugum þúsunda sem látist hafa í árásunum á Gasa. Það sé hins vegar ákvörðun UEFA að Ísrael megi spila og lítið sem leikmenn Noregs geti gert við því. Leikurinn í kvöld fer fram í Debrecen í Ungverjalandi og á blaðamannafundum þar í gærkvöld var lítið rætt um fótbolta, þó að Ståle Solbakken þjálfari Noregs segði: „Við erum hérna til að spila fótboltaleik. Við getum talað allan daginn um þetta en við höfum ekki tíma til að taka alla umræðuna. Ég held að menn sjái að það sem gerðist 7. október [2023 í Ísrael] er ekki gott fyrir neinn og ég skil tilfinningar þeirra út af því, og ég skil tilfinningarnar frá hinni hliðinni varðandi það sem svo gerðist. En mér finnst þetta hvorki staður né stund því við komumst ekki að neinni niðurstöðu,“ sagði Solbakken. Segir leikmönnum Noregs að læra af Solbakken Eli Dasa, fyrirliði Ísraels, var ánægður með svör Solbakken en var einnig spurður út í það að leikmenn Noregs hefðu tjáð sig um stríðið og stöðuna á Gasa. „Það er allt í lagi að menn tjái sig. Maður getur haft skoðun á ólíkum efnum, en ég hefði kosið að fólk sem tjáir sig myndi skilja um hvað það er að tala og gæti sýnt mér hvar Gasa og Ísrael eru staðsett á kortinu. Þá myndi ég kannski hlusta,“, sagði Dasa. „Ég kann ekki að meta fólk sem tjáir sig um hluti sem það skilur ekki. Þetta snýst um lífið almennt. Ég heyrði landsliðsþjálfarann þeirra tala í morgun. Leikmennirnir ættu að læra af honum og hvernig hann talaði. Hann fór milliveginn, því hann veit ekki hvað er að gerast,“ bætti Dasa við. Skiptumst á treyjum ef þeir vilja það Hann þvertók hins vegar fyrir það að leikmenn myndu neita að skiptast á treyjum eftir leik í kvöld. „Nei, það er ekki satt. Ég er viss um að það eru einhverjir leikmenn sem vilja skiptast á treyjum eftir leikinn. Við erum atvinnumenn. Ef að þeir vilja skiptast á treyjum þá gerum við það,“ sagði Dasa. Noregur vann Moldóvu 5-0 á útivelli á laugardag á meðan að Ísrael vann Eistland 2-1 í Debrecen, í fyrstu umferð undankeppninnar. Liðin koma til með að berjast um efsta sæti riðilsins við Ítalíu sem nú hefur bæst í riðilinn eftir tap gegn Þýskalandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar.
HM 2026 í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira