Segir lögreglu þegar hafa heimildir til að kalla menn til þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 06:33 Karl Steinar ítrekaði að varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu væru grundvöllur öryggisstefnu Íslands. Vísir/Vilhelm „Ég er nú ekki hrifinn af því. Ég held að við eigum bara langt í land með að geta farið í þá umræðu,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar Ríkislögreglustjóra, um hugmyndir um íslenskan her í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi. „Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild. Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Hvað eru menn að tala um? Sjóher, landher eða flugher? Við eigum ákveðnar lagaheimildir, meðal annars innan almannavarnakerfisins, þá getur lögregla kallað fólk til. Við höfum þær heimildir, þær valdbeitingaheimildir. Sjálfum hugnast mér miklu meira að við styðjum almennilega við þær stofnanir sem eru til staðar í landinu,“ sagði Karl Steinar. Í 19. grein laga um almannavarnir segir: „Það er borgaraleg skylda þeirra sem eru á aldrinum 18–65 ára að gegna á hættustundu, án endurgjalds, starfi í þágu almannavarna í umdæmi þar sem þeir dveljast samkvæmt fyrirmælum er lögreglustjóri gefur, að fengnum tillögum almannavarnanefndar eða ríkislögreglustjóra. Ákvörðun lögreglustjóra má skjóta til [ráðherra]. [Þessari heimild skal þó ekki beitt nema brýna nauðsyn beri til og önnur vægari úrræði dugi ekki.]“ Hægt að kalla til mörg hundruð manns Þá segir í 20. greininni að á hættustundu geti lögreglustjóri „kvatt hvern fulltíða mann, sem tiltækur er, til tafarlausrar aðstoðar við störf í þágu almannavarna. Ákvörðun um kvaðningu fulltíða manns til tafarlausrar aðstoðar við almannavarnir verður ekki skotið til æðra stjórnvalds“. Í lögunum segir einnig að menn séu skyldugir til að taka þátt í námskeiðum og æfingum, og ráðherra sé heimilt að setja reglur um starfsskyldu. Þar skuli stefna að því að starfskvöð komi sem réttlátast niður oa borgarana. Karl Steinar segir að þannig gætu yfirvöld kallað til mörg hundruð manns. „Það eru í sjálfu sér engin mörk á því. Það yrði að fara í ákveðna vinnu, í undirbúning, til þess. Í sjálfu sér væri hægt að kalla inn fólk á einhverjum tilteknum aldri sem uppfyllir einhver ákveðin skilyrði og er tilbúið til að takast á við verkefni, við getum sagt til dæmis varðgæslu á ákveðnum stöðum undir stjórn lögreglu. Það væri hægt að fara einhverjar slíkar leiðir. Sjálfum hugnast mér slíkar hugmyndir mun meira, því sú umgjörð er alveg til, lagalega séð.“ Hér má horfa á Silfrið í heild.
Lögreglan Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira